Einnig verður fylgst með spennandi vendingum í pólitíkinni en æðstu stofnanir stjórnarflokkanna á milli landsfunda koma saman á morgun þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur og borinn upp til atkvæða. Ráðherrum verður líklega fjölgað um einn og stofnað verður nýtt innviðaráðuneyti.
Þá heyrum við í frambjóðendum sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna. Þau segja það mikil vonbrigði að Alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra.
Einnig förum við yfir könnun á viðbrögðum landsmanna við yfirhalningu Bónus-gríssins og verðum í beinni útsendingu frá hátíðarstemningu í Hellisgerði í Hafnarfirði.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.