Messi valinn bestur í heimi í sjöunda sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 21:09 Lionel Messi er handhafi Gullknattarins í sjöunda sinn. EPA-EFE/YOAN VALAT Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld valinn besti leikmaður heims en tilkynnt var um handhafa Gullknattarins, Ballon d'or ársins 2021 í kvöld. Er þetta í sjöunda sinn sem Messi vinnur verðlaunin. Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti. Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti.
Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45