Ósammála um þyngd refsingar í nauðgunarmáli í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2021 16:00 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill Karol Wasilewski hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur staðfesti dóm héraðdóms í dag en einn Landsréttardómari vildi þyngja dóminn í þriggja ára fangelsi. Karol þarf að greiða konunni sem hann braut á 1,8 milljónir króna í bætur. Karol var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. febrúar 2019 á heimili konunnar haft samræði við hana og önnur kynferðismök með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Ýtti hann konunni inn í svefnherbergi og á rúmið, hélt henni þar fastri, setti fingur í leggöng og hafði við hana samræði þar til hún komst undan og flúði íbúðina. Af þessu hlaut konan mar á innanverðu vinstra læri og hægri upphandlegg. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að þau hafi setið saman í stofunni á heimili konunnar. Þau greini á um hvað hafi síðan gerst. Karol lýsti því svo að hann og konan hefðu farið að kyssast með vilja beggja, en upp hafi komið ágreiningur milli þeirra sem leitt hefði til þess að hann hélt heim á leið. Hann hefði ekki getað varpað ljósi á hvers eðlis ágreiningurinn var. Sagðist aldrei áður hafa kysst ókunnuga konu, enda giftur Fyrir liggur að eftir að hann yfirgaf heimilið hafi hann sent konunni skilaboð þar sem hann sjálfur kveðst hafa verið að biðjast afsökunar á framkomu sinni og viljað kenna um að hann hafi verið að neyta kannabisefna í fyrsta sinn, en hefði fram að því aldrei hagað sér með þessum hætti áður. Hann hefði verið að biðjast afsökunar á framkomu sinni. Hann hefði aldrei áður kysst ókunna konu, enda giftur. Þá hefði hann einnig skýrt fjölmargar tilraunir sínar til að ná símasambandi við konuna í kjölfarið með sama hætti að hann hafi viljað biðjast afsökunar á framangreindu framferði sínu. Var það mat dómsins að konan hefði frá upphafi lýst með skýrum hætti frá því sem gerðist umrætt kvöld. Frásögn hennar í öllum aðalatriðum væri í samræmi. Frásögn hennar fengi stoð í marblettum sem finna mætti á innanverðu vinstra læri hennar og innanverðum hægri upphandlegg og gefa vísbendingu um að henni hafi verið haldið nægilega fast til að marblettir mynduðust undan fingrum árásarmannsins. Hringdi og hringdi Að mati læknis sem skoðaði konunni gerir staðsetning marblettanna það ólíklegt að þeir hafi orðið vegna íþróttaiðkunar. Þá er til þess að líta að frásögn konunnar um að Karol hefði yfirgefið íbúð hennar og þá þegar verið byrjaður að biðjast afsökunar á framferði sínu, er í samræmi við frásögn hans um að hann hefði sent skilaboð og reynt að hringja til að biðjast afsökunar á framferði sínu. Þessu hélt hann áfram einnig næsta dag. Þrátt fyrir að það sem gerðist í íbúðinni hafi valdið þessum viðbrögðum Karol, að hans sögn, hafi hann ekki getað lýst því með trúverðugum hætti hvert það ágreiningsefni var sem hann þurfti svo mjög að biðjast afsökunar á. „Verður hér að hafa í huga að ákærði bar skýrt og greinilega að kossar hans og brotaþola hefðu verið með samþykki beggja og því ekki fyllilega trúverðugt að hann hafi þurft að biðja brotaþola afsökunar á þeim. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að fyrir liggi skilmerkilegur framburður brotaþola um það sem gerðist umrætt kvöld og er sá framburður studdur öðrum gögnum málsins.“ Alvarlegt og fyrirvaralaust kynferðisbrot Á hinn bóginn sé framburður Karol um atburði ekki að sama skapi trúverðugur um þau atriði sem þau greinir á um í frásögn sinni. Einnig leit dómurinn til þess að þær frásagnir vitna sem konan sagði frá í kjölfar brotsins styður framburð hennar, sem og vitnisburður þeirra sem báru um þá erfiðleika sem konan hefði átt við að stríða síðan. Ákærði átti ekki sakaferil að baki og var það litið honum til refsimildunar. Að öðru leyti taldi dómurinn hann ekki eiga sér neinar málsbætur. Um væri að ræða alvarlegt kynferðisbrot sem framið var fyrirvaralaust gegn konu sem hann hafði enga ástæðu til að ætla að óskaði eftir slíkum kynnum við hann. Þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfilega ákveðin refsing í héraðsdómi. Tveir af þremur Landsréttardómurum vildu staðfesta þá refsingu sem varð niðurstaðan. Þriðji dómarinn, Símon Sigvaldason, vildi þyngja refsinguna í þriggja ára fangelsi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Karol var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. febrúar 2019 á heimili konunnar haft samræði við hana og önnur kynferðismök með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Ýtti hann konunni inn í svefnherbergi og á rúmið, hélt henni þar fastri, setti fingur í leggöng og hafði við hana samræði þar til hún komst undan og flúði íbúðina. Af þessu hlaut konan mar á innanverðu vinstra læri og hægri upphandlegg. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að þau hafi setið saman í stofunni á heimili konunnar. Þau greini á um hvað hafi síðan gerst. Karol lýsti því svo að hann og konan hefðu farið að kyssast með vilja beggja, en upp hafi komið ágreiningur milli þeirra sem leitt hefði til þess að hann hélt heim á leið. Hann hefði ekki getað varpað ljósi á hvers eðlis ágreiningurinn var. Sagðist aldrei áður hafa kysst ókunnuga konu, enda giftur Fyrir liggur að eftir að hann yfirgaf heimilið hafi hann sent konunni skilaboð þar sem hann sjálfur kveðst hafa verið að biðjast afsökunar á framkomu sinni og viljað kenna um að hann hafi verið að neyta kannabisefna í fyrsta sinn, en hefði fram að því aldrei hagað sér með þessum hætti áður. Hann hefði verið að biðjast afsökunar á framkomu sinni. Hann hefði aldrei áður kysst ókunna konu, enda giftur. Þá hefði hann einnig skýrt fjölmargar tilraunir sínar til að ná símasambandi við konuna í kjölfarið með sama hætti að hann hafi viljað biðjast afsökunar á framangreindu framferði sínu. Var það mat dómsins að konan hefði frá upphafi lýst með skýrum hætti frá því sem gerðist umrætt kvöld. Frásögn hennar í öllum aðalatriðum væri í samræmi. Frásögn hennar fengi stoð í marblettum sem finna mætti á innanverðu vinstra læri hennar og innanverðum hægri upphandlegg og gefa vísbendingu um að henni hafi verið haldið nægilega fast til að marblettir mynduðust undan fingrum árásarmannsins. Hringdi og hringdi Að mati læknis sem skoðaði konunni gerir staðsetning marblettanna það ólíklegt að þeir hafi orðið vegna íþróttaiðkunar. Þá er til þess að líta að frásögn konunnar um að Karol hefði yfirgefið íbúð hennar og þá þegar verið byrjaður að biðjast afsökunar á framferði sínu, er í samræmi við frásögn hans um að hann hefði sent skilaboð og reynt að hringja til að biðjast afsökunar á framferði sínu. Þessu hélt hann áfram einnig næsta dag. Þrátt fyrir að það sem gerðist í íbúðinni hafi valdið þessum viðbrögðum Karol, að hans sögn, hafi hann ekki getað lýst því með trúverðugum hætti hvert það ágreiningsefni var sem hann þurfti svo mjög að biðjast afsökunar á. „Verður hér að hafa í huga að ákærði bar skýrt og greinilega að kossar hans og brotaþola hefðu verið með samþykki beggja og því ekki fyllilega trúverðugt að hann hafi þurft að biðja brotaþola afsökunar á þeim. Að framangreindu virtu er það mat dómsins að fyrir liggi skilmerkilegur framburður brotaþola um það sem gerðist umrætt kvöld og er sá framburður studdur öðrum gögnum málsins.“ Alvarlegt og fyrirvaralaust kynferðisbrot Á hinn bóginn sé framburður Karol um atburði ekki að sama skapi trúverðugur um þau atriði sem þau greinir á um í frásögn sinni. Einnig leit dómurinn til þess að þær frásagnir vitna sem konan sagði frá í kjölfar brotsins styður framburð hennar, sem og vitnisburður þeirra sem báru um þá erfiðleika sem konan hefði átt við að stríða síðan. Ákærði átti ekki sakaferil að baki og var það litið honum til refsimildunar. Að öðru leyti taldi dómurinn hann ekki eiga sér neinar málsbætur. Um væri að ræða alvarlegt kynferðisbrot sem framið var fyrirvaralaust gegn konu sem hann hafði enga ástæðu til að ætla að óskaði eftir slíkum kynnum við hann. Þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfilega ákveðin refsing í héraðsdómi. Tveir af þremur Landsréttardómurum vildu staðfesta þá refsingu sem varð niðurstaðan. Þriðji dómarinn, Símon Sigvaldason, vildi þyngja refsinguna í þriggja ára fangelsi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira