Staðan var orðin 7-0 er Glódís Perla kom af bekknum en það verður seint sagt að leikur dagsins hafi verið spennandi. Bayern komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik og var komið 5-0 yfir þegar rétt tæpur hálftími var liðinn af leiknum.
Eftir það setti liðið í hlutlausan og sigldi sigrinum þægilega heim, lokatölur 7-1.
Bayern fer þar með á topp deildarinnar með 24 stig að loknum 10 leikjum. Wolfsburg situr í öðru sæti með 22 stig og á leik til góða.