Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu.
Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu.
Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna.
Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka.
Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL
— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021
„Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya.
Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar.
Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994.