Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Omíkron-afbrigðið breiðir úr sér á fordæmalausum hraða og gæti það riðið heilbrigðiskerfum að fullu að sögn sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að alvarleg veikindi virðist sjaldgæfari. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem spáir því að breytt veira fjari út fyrir lok næsta árs.
Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem deilt er um kostnað við fjölgun ráðuneyta - og einnig frá afhendingu viðskiptaverðlauna Innherja og velgjörðarfélagsins 1881.
Þá kynnum við okkur skipulagsbreytingar við Miklubraut og hittum systkini – sem mögulega eru þau sterkustu á Suðurlandi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.