Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 12:00 Viðar Örn Kjartansson í leiknum gegn Rúmeníu þar sem hann var mjög ánægður með frammistöðu sína í fyrri hálfleik. vísir/Hulda Margrét „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Viðar var í byrjunarliði Íslands í fjórum heimaleikjum í haust, í undankeppni HM. Hann kom óvænt beint inn í byrjunarliðið gegn Rúmeníu í byrjun september, eftir að hafa verið kallaður inn í landsliðshópinn þegar Kolbeini Sigþórssyni var vikið úr hópnum. Viðar, sem er framherji Vålerenga í Noregi, hafði glímt við meiðsli í sumar og segist ekki hafa verið í neinu leikstandi þegar kom að leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóní í byrjun september. Þó þótti honum lágar einkunnir sínar í íslenskum miðlum ekki sanngjarnar: „Sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig“ „Mér fannst ég persónulega mjög góður í fyrri hálfleiknum á móti Rúmeníu og sá sem sér það ekki þarf að láta skoða sig. Ég var ekki góður á móti Makedóníu eins og allir í liðinu held ég,“ sagði Viðar við Fótbolta.net en hann er staddur hér á landi í jólafríi. „Mér er alveg sama hvað fólk segir og það skiptir mig engu máli, og ef þú ert með gagnrýni komdu þá með hana. Ég kem og er búinn að spila tvo leiki [með Vålerenga], ekki búinn að hlaupa í þrjá mánuði og æfa í tvær vikur, í engu leikstandi og enn smá haltrandi,“ sagði Viðar. „Aðstæður í landsliðinu voru ekki góðar og ég mæti og svara kallinu. Mér fannst þetta ganga fínt á móti Rúmeníu og fólk sem segir að ég hafi verið lélegur þarf að láta athuga sig líka. Við áttum miklu meira skilið úr þeim leik en svo kom Norður-Makedóníuleikurinn og hann var hörmulegur nema kannski síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði Viðar. Ummæli í viðtali hjálpuðu ekki til Hann virtist einnig setja út á þau ummæli þáverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara, Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrir leik á móti Rúmeníu að Viðar væri í hópnum vegna þess að það væri „vöntun á framherjum“. „Ég var bara ekki í formi til að spila þessa leiki og tala nú ekki um að það var búið að segja í viðtali að þú ert framherji númer fjögur, þá kemur þú ekkert með kassann út á Laugardalsvöll. Lélegur, góður eða hvort sem ég var, þá var þetta ekki alveg uppskriftin að því að spila vel,“ sagði Viðar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira