Sport

Dagskráin í dag: HM í pílukasti, Subway-deildin og Olís-deildin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld.
Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Alls verður boðið upp á átta beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Dagurinn byrjar í Alexandra Palace í London þar sem að Heimsmeistaramótið í pílukasti fer fram. Fyrri útsending dagsins hefst klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 3, og sú seinni klukkan 19:00.

Þá eru tveir leikir á dagskrá í Olís-deild karla í handbolta. Sá fyrri er viðureign ÍBV og Stjörnunnar klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport og á Stöð 2 Sport 4 tekur Grótta á móti FH klukkan 19:50.

Enska 1. deildin í fótbolta lætur sig ekki vanta, en klukkan 19:40 hefst bein útsending frá leik Barnsley og West Brom á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 20:00 hefst bein útsending frá viðureign Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta á Stöð 2 Sport, en að þeim leik loknum er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem sérfræðingarnir fara yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Þá eiga rafíþróttirnar einnig sinn sess á þessu fína föstudagskvöldi, en Vodafonedeildin í CS:GO heldur áfram á Stöð 2 eSport klukkan 20:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×