„Held ég hafi verið valinn því ég vissi hvað virkaði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 22:00 Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og íslenska teymið fagna frábærum sigri á Tyrklandi sumarið 2019. Vísir/Daníel Þór Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þrátt fyrir ungan aldur áorkað miklu hér á landi sem og erlendis. Hann á bæði súrar sem og frábærar minningar frá tíma sínum með íslensku A-landsliðinum. Freyr ræddi við blaðamann í félagsheimili Lyngby nýverið en þrátt fyrir að leikmenn liðsins væru komnir í jólafrí var þjálfarateymið að vinna hörðum höndum að undirbúningi síðari hluta tímabilsins. Freyr var enn að þjálfa uppeldisfélag sitt Leikni Reykjavík þegar hann fékk tækifæri til að taka við íslenska kvennalandsliðinu. Undir hans stjórn komst liðið inn á Evrópumótið árið 2017 en tvívegis endaði liðið í 2. sæti í undankeppni HM sem dugði því miður ekki til að komast á stórmót allra stórmóta. „Bestu fjögur liðin í öðru sæti fóru áfram að mig minnir og við náðum því miður ekki inn. Að ná ekki í gegn í seinna skiptið voru mikil vonbrigði, það var rosalega sárt! Ég ætlaði að hætta í kjölfarið og það var svo sárt fyrir stelpurnar að ná ekki inn á HM,“ sagði Freyr um undankeppni HM 2019. „Hlakka til þegar sá leikur verður toppaður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Ísland hóf undankeppnina frábærlega og vann magnaðan sigur í Þýskalandi strax í annarri umferð. Fyrir leikinn höfðu Þjóðverjar ekki tapað heimaleik í fleiri ár. „Ég hlakka til þegar sá leikur verður toppaður hjá íslenska kvennalandsliðinu því hann var meistaraverk. Nú er ég ekki að hrósa mér heldur hvernig leikmenn framkvæmdu leikinn á útivelli gegn Þýskalandi.“ „Sá leikur situr eftir í minningunni, sem betur fer þar sem þetta er jákvæð minning. Það er svo oft sem neikvæðu minningarnar sitja eftir í manni en þetta var alveg geggjaður leikur.“ Jafntefli í lokaleik undankeppninnar þar sem vítaspyrna fór forgörðum undir loks leiks reyndist dýrkeypt. Freyr ásamt þeim Ásmundi og Ólafi á hliðarlínunni.vísir/eyþór „Tíminn með kvennalandsliðið var ótrúlega skemmtilegur, sérstaklega varðandi það sem við bjuggum til. Þegar við – Freyr, Ásmundur Haraldsson (aðstoðarþjálfari) og Ólafur Pétursson (markmannsþjálfari) - förum af stað þá vorum við með nokkur markmið. Eitt af markmiðunum var árangurstengt, komast á HM og gera eitthvað á EM.“ „Við vorum líka með annarskonar markmið, sem snerust að hlutum utan vallar. Til dæmis að breyta umgjörð kvennalandsliðsins þannig að hún yrði eins lík því sem þekktist hjá karlalandsliðinu og mögulegt væri.“ „Það tókst! Svo vildum við gera landsliðið enn sýnilegra. Við vildum gera það eftirsóknarvert að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu. Gera landsliðið að spennandi verkefni. Þarna á Ási Haralds rosalega mikinn heiður skilið, hann er geggjaður þegar kemur að svona hlutum.“ Freyr á margar góðar minningar frá tíma sínum sem landsliðsþjálfari kvenna.Vísir/Daníel Þór „Stemningin og hæpið (e. hype) á EM 2017 var of mikið fyrir okkur að höndla inn á mótinu. Ég sé samt ekki eftir neinu af því þetta er búið að skila því að kynslóðin sem er að koma upp núna er miklu betur undirbúin en sú sem var á undan.“ „Sú kynslóð hefur haft þessar frábæru fyrirmyndir fyrir framan sig. Þær sem stóðu í eldlínunni á þeim tíma fóru að fá auglýsingasamninga. Að ná þessu í gegn var risasigur fyrir okkur.“ „Var byrjaður að vinna rosalega mikið fyrir karlalandsliðið áður en ég verð aðstoðarþjálfari.“ „Það var ekki markmið hjá mér að komast í A-landslið karla, það var markmið hjá mér að fara erlendis og þjálfa. Ég var aðeins byrjaður að skoða þann markað, ég var hins vegar byrjaður að vinna rosalega mikið fyrir karlalandsliðið áður en ég verð aðstoðarþjálfari. Ég var miklu frekar „second assistant“ heldur en leikgreinandi.“ „Ég var kominn það mikið inn í teymið og svo ákveður Heimir (Hallgrímsson) að hætta. Ég veit ekki hvort teymið sem var með honum hætti eða var látið fara en á þessum tímamótum stendur þáverandi stjórn í því að fara ráða erlendan þjálfara en vildu halda í það sem við höfðum verið að gera vel. Ég held að ég hafi verið valinn því ég vissi hvað virkaði.“ Freyr Alexandersson og Erik Hamrén á góðri stundu.vísir/vilhelm „Ég á fund með Erik Hamrén og ég finn að hann virkilega metur það sem Lars (Lagerbäck) og Heimir voru búnir að gera. Hamrén vildi fá mann með sér sem gat haldið í það sem hafði virkað. Hann bar mikla virðingu fyrir því en kom einnig með ákveðna hluti sem hann vildi breyta.“ „Mér fannst þetta spennandi starf og fann fyrir miklum stuðning frá leikmönnum að ég myndi vera áfram með þeim svo ég tók slaginn.“ 12. nóvember 2020, Búdapest, Ungverjaland „Það er súr minning, sem ég mun aldrei gleyma. Þar var ég með mjög mikið af leikmönnum sem mér þykir rosalega vænt um og við vorum með það markmið að fara inn á EM sem þennan „síðasta dans.“ Að horfa á það skolast frá okkur var … rosalega erfitt,“ sagði Freyr um hinn óendanlega súra leik í Ungverjalandi. Leiknum í Ungverjalandi verður seint gleymt.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary „Sú undankeppni var samt sem áður mjög skemmtileg, við gerðum fína hluti. Það sem pirraði mig hvað mest á þeim tíma - og gerir enn - er tilfinningin, sem og samtöl við leikmenn, að við höfum ekki gefið allt sem við gátum í að taka stig af Frökkunum sjálfir. Við reiknuðum einfaldlega með að þetta væru þeir leikir þar sem við mættum misstíga okkur,“ sagði Freyr um undankeppni EM 2020. Ísland endaði í 3. sæti með 19 stig, Tyrkland var í 2. sæti með 23 stig og Frakkland, ríkjandi heimsmeistari, vann riðilinn með 25 stig. Ísland tapaði 0-1 á Laugardalsvelli gegn Frakklandi og 4-0 ytra. Tyrkir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og nældu í fjögur stig gegn heimsmeisturunum og nældu þar með í 2. sætið og sæti á EM. „Ég veit alveg að liðið sem við vorum með var það gott að við hefðum getað tekið einhver stig gegn Frökkum. Auðvitað var það langsótt en það pirrar mig enn smá.“ „Það sem truflar mig er virðingin sem Erik Hamrén fékk ekki.“ „Þetta truflar mig ekki þar sem ég persónulega var með það mikla virðingu innan hópsins og leið alltaf vel. Það sem truflar mig er virðingin sem Erik Hamrén fékk ekki því hann á allt hrós skilið. Hann er að vissu leyti dæmdur af Þjóðadeildinni sem var bara erfið fyrir okkur,“ sagði Freyr varðandi umræðuna er Hamrén stýrði íslenska landsliðinu. „Ég vann með Heimi og Lars sem eru stórkostlegir en Hamrén er það líka. Ég held að fólk hafi ekki fengið rétta mynd af því hversu góður hann er. Hans bestu meðmæli eru hvernig leikmenn liðsins tala um hann.“ Allt nýtt í Katar Eftir að tíma hans með landsliðinu lauk fór Freyr til Katar þar sem gamall vinur bað hann um aðstoð. Að fara frá Íslandi til Katar var líkt og að fara út í geim sagði Freyr um ævintýri sitt í sandinum. Freyr hrósaði Heimi í hástert.Vísir/Getty „Það var allt nýtt í Katar nema vinnubrögð Heimis. Allt varðandi fótboltann, menninguna innan vallar sem utan – það var allt nýtt. Eins og að fara út í geim.“ „Þarna var Heimir búinn að vera með liðið í dágóðan tíma en vildi fara með það aðeins lengra. Ég fór til Katar til að upplifa nýja hluti og hjálpa vini mínum sem ég skuldaði svo sannarlega því hann hefur hjálpað mér og gefið mér tækifæri. Það var no-brainer að aðstoða Heimi. Þetta var frábær upplifun sem mun nýtast mér vel í framtíðinni. Við fjölskyldan vissum ekkert hvar þetta myndi enda satt best að segja.“ „Auðvitað var þetta ótrúlega erfitt oft á tíðum út frá mörgum þáttum en það er þannig í öllum vinnum. Ég er þakklátur fyrir tíma minn þarna og hefði alveg verið til í að hann hefði verið aðeins lengri. Heimir yfirgefur samt félagið á réttum forsendum, er mjög stoltur af því hvernig hann stóð í lappirnar og hélt alltaf í sin gildi. Það er auðveldara sagt en gert.“ „Ég mun taka íslenska karlalandsliðið einhvern tímann.“ „Þegar Heimir biður mig um að koma til Katar vissi ég alveg að KSÍ væri að fara aðra leið en með mig sem aðalþjálfara landsliðsins. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að verða aðalþjálfari landsliðsins á eftir Erik Hamrén en ég vissi alveg að það væri ekki að fara gerast.“ „Það hefði því verið mjög heimskulegt af mér að neita tilboðinu frá Katar þegar ég var að renna út á samning tveimur mánuðum seinna.“ „Ég er mjög þakklátur að hafa ekki verið boðið starfið því ég hefði aldrei getað neitað því að taka við íslenska landsliðinu. Það var góður maður, Atli Eðvaldsson heitinn, sem sagði mér eitt sinn að taka aldrei við íslenska karlalandsliðsins. Ég veit hvert hann var að fara en mun taka íslenska karlalandsliðið einhvern tímann, þetta var ekki tímapunkturinn.“ Í þriðja hluta viðtalsins við Frey verður loks farið yfir stöðu mála hjá Lyngby en liðið situr sem stendur í 3. dönsku B-deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Helsingør þegar fjórar umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Freyr ræddi við blaðamann í félagsheimili Lyngby nýverið en þrátt fyrir að leikmenn liðsins væru komnir í jólafrí var þjálfarateymið að vinna hörðum höndum að undirbúningi síðari hluta tímabilsins. Freyr var enn að þjálfa uppeldisfélag sitt Leikni Reykjavík þegar hann fékk tækifæri til að taka við íslenska kvennalandsliðinu. Undir hans stjórn komst liðið inn á Evrópumótið árið 2017 en tvívegis endaði liðið í 2. sæti í undankeppni HM sem dugði því miður ekki til að komast á stórmót allra stórmóta. „Bestu fjögur liðin í öðru sæti fóru áfram að mig minnir og við náðum því miður ekki inn. Að ná ekki í gegn í seinna skiptið voru mikil vonbrigði, það var rosalega sárt! Ég ætlaði að hætta í kjölfarið og það var svo sárt fyrir stelpurnar að ná ekki inn á HM,“ sagði Freyr um undankeppni HM 2019. „Hlakka til þegar sá leikur verður toppaður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Ísland hóf undankeppnina frábærlega og vann magnaðan sigur í Þýskalandi strax í annarri umferð. Fyrir leikinn höfðu Þjóðverjar ekki tapað heimaleik í fleiri ár. „Ég hlakka til þegar sá leikur verður toppaður hjá íslenska kvennalandsliðinu því hann var meistaraverk. Nú er ég ekki að hrósa mér heldur hvernig leikmenn framkvæmdu leikinn á útivelli gegn Þýskalandi.“ „Sá leikur situr eftir í minningunni, sem betur fer þar sem þetta er jákvæð minning. Það er svo oft sem neikvæðu minningarnar sitja eftir í manni en þetta var alveg geggjaður leikur.“ Jafntefli í lokaleik undankeppninnar þar sem vítaspyrna fór forgörðum undir loks leiks reyndist dýrkeypt. Freyr ásamt þeim Ásmundi og Ólafi á hliðarlínunni.vísir/eyþór „Tíminn með kvennalandsliðið var ótrúlega skemmtilegur, sérstaklega varðandi það sem við bjuggum til. Þegar við – Freyr, Ásmundur Haraldsson (aðstoðarþjálfari) og Ólafur Pétursson (markmannsþjálfari) - förum af stað þá vorum við með nokkur markmið. Eitt af markmiðunum var árangurstengt, komast á HM og gera eitthvað á EM.“ „Við vorum líka með annarskonar markmið, sem snerust að hlutum utan vallar. Til dæmis að breyta umgjörð kvennalandsliðsins þannig að hún yrði eins lík því sem þekktist hjá karlalandsliðinu og mögulegt væri.“ „Það tókst! Svo vildum við gera landsliðið enn sýnilegra. Við vildum gera það eftirsóknarvert að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu. Gera landsliðið að spennandi verkefni. Þarna á Ási Haralds rosalega mikinn heiður skilið, hann er geggjaður þegar kemur að svona hlutum.“ Freyr á margar góðar minningar frá tíma sínum sem landsliðsþjálfari kvenna.Vísir/Daníel Þór „Stemningin og hæpið (e. hype) á EM 2017 var of mikið fyrir okkur að höndla inn á mótinu. Ég sé samt ekki eftir neinu af því þetta er búið að skila því að kynslóðin sem er að koma upp núna er miklu betur undirbúin en sú sem var á undan.“ „Sú kynslóð hefur haft þessar frábæru fyrirmyndir fyrir framan sig. Þær sem stóðu í eldlínunni á þeim tíma fóru að fá auglýsingasamninga. Að ná þessu í gegn var risasigur fyrir okkur.“ „Var byrjaður að vinna rosalega mikið fyrir karlalandsliðið áður en ég verð aðstoðarþjálfari.“ „Það var ekki markmið hjá mér að komast í A-landslið karla, það var markmið hjá mér að fara erlendis og þjálfa. Ég var aðeins byrjaður að skoða þann markað, ég var hins vegar byrjaður að vinna rosalega mikið fyrir karlalandsliðið áður en ég verð aðstoðarþjálfari. Ég var miklu frekar „second assistant“ heldur en leikgreinandi.“ „Ég var kominn það mikið inn í teymið og svo ákveður Heimir (Hallgrímsson) að hætta. Ég veit ekki hvort teymið sem var með honum hætti eða var látið fara en á þessum tímamótum stendur þáverandi stjórn í því að fara ráða erlendan þjálfara en vildu halda í það sem við höfðum verið að gera vel. Ég held að ég hafi verið valinn því ég vissi hvað virkaði.“ Freyr Alexandersson og Erik Hamrén á góðri stundu.vísir/vilhelm „Ég á fund með Erik Hamrén og ég finn að hann virkilega metur það sem Lars (Lagerbäck) og Heimir voru búnir að gera. Hamrén vildi fá mann með sér sem gat haldið í það sem hafði virkað. Hann bar mikla virðingu fyrir því en kom einnig með ákveðna hluti sem hann vildi breyta.“ „Mér fannst þetta spennandi starf og fann fyrir miklum stuðning frá leikmönnum að ég myndi vera áfram með þeim svo ég tók slaginn.“ 12. nóvember 2020, Búdapest, Ungverjaland „Það er súr minning, sem ég mun aldrei gleyma. Þar var ég með mjög mikið af leikmönnum sem mér þykir rosalega vænt um og við vorum með það markmið að fara inn á EM sem þennan „síðasta dans.“ Að horfa á það skolast frá okkur var … rosalega erfitt,“ sagði Freyr um hinn óendanlega súra leik í Ungverjalandi. Leiknum í Ungverjalandi verður seint gleymt.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary „Sú undankeppni var samt sem áður mjög skemmtileg, við gerðum fína hluti. Það sem pirraði mig hvað mest á þeim tíma - og gerir enn - er tilfinningin, sem og samtöl við leikmenn, að við höfum ekki gefið allt sem við gátum í að taka stig af Frökkunum sjálfir. Við reiknuðum einfaldlega með að þetta væru þeir leikir þar sem við mættum misstíga okkur,“ sagði Freyr um undankeppni EM 2020. Ísland endaði í 3. sæti með 19 stig, Tyrkland var í 2. sæti með 23 stig og Frakkland, ríkjandi heimsmeistari, vann riðilinn með 25 stig. Ísland tapaði 0-1 á Laugardalsvelli gegn Frakklandi og 4-0 ytra. Tyrkir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og nældu í fjögur stig gegn heimsmeisturunum og nældu þar með í 2. sætið og sæti á EM. „Ég veit alveg að liðið sem við vorum með var það gott að við hefðum getað tekið einhver stig gegn Frökkum. Auðvitað var það langsótt en það pirrar mig enn smá.“ „Það sem truflar mig er virðingin sem Erik Hamrén fékk ekki.“ „Þetta truflar mig ekki þar sem ég persónulega var með það mikla virðingu innan hópsins og leið alltaf vel. Það sem truflar mig er virðingin sem Erik Hamrén fékk ekki því hann á allt hrós skilið. Hann er að vissu leyti dæmdur af Þjóðadeildinni sem var bara erfið fyrir okkur,“ sagði Freyr varðandi umræðuna er Hamrén stýrði íslenska landsliðinu. „Ég vann með Heimi og Lars sem eru stórkostlegir en Hamrén er það líka. Ég held að fólk hafi ekki fengið rétta mynd af því hversu góður hann er. Hans bestu meðmæli eru hvernig leikmenn liðsins tala um hann.“ Allt nýtt í Katar Eftir að tíma hans með landsliðinu lauk fór Freyr til Katar þar sem gamall vinur bað hann um aðstoð. Að fara frá Íslandi til Katar var líkt og að fara út í geim sagði Freyr um ævintýri sitt í sandinum. Freyr hrósaði Heimi í hástert.Vísir/Getty „Það var allt nýtt í Katar nema vinnubrögð Heimis. Allt varðandi fótboltann, menninguna innan vallar sem utan – það var allt nýtt. Eins og að fara út í geim.“ „Þarna var Heimir búinn að vera með liðið í dágóðan tíma en vildi fara með það aðeins lengra. Ég fór til Katar til að upplifa nýja hluti og hjálpa vini mínum sem ég skuldaði svo sannarlega því hann hefur hjálpað mér og gefið mér tækifæri. Það var no-brainer að aðstoða Heimi. Þetta var frábær upplifun sem mun nýtast mér vel í framtíðinni. Við fjölskyldan vissum ekkert hvar þetta myndi enda satt best að segja.“ „Auðvitað var þetta ótrúlega erfitt oft á tíðum út frá mörgum þáttum en það er þannig í öllum vinnum. Ég er þakklátur fyrir tíma minn þarna og hefði alveg verið til í að hann hefði verið aðeins lengri. Heimir yfirgefur samt félagið á réttum forsendum, er mjög stoltur af því hvernig hann stóð í lappirnar og hélt alltaf í sin gildi. Það er auðveldara sagt en gert.“ „Ég mun taka íslenska karlalandsliðið einhvern tímann.“ „Þegar Heimir biður mig um að koma til Katar vissi ég alveg að KSÍ væri að fara aðra leið en með mig sem aðalþjálfara landsliðsins. Ég er ekki að segja að ég hefði átt að verða aðalþjálfari landsliðsins á eftir Erik Hamrén en ég vissi alveg að það væri ekki að fara gerast.“ „Það hefði því verið mjög heimskulegt af mér að neita tilboðinu frá Katar þegar ég var að renna út á samning tveimur mánuðum seinna.“ „Ég er mjög þakklátur að hafa ekki verið boðið starfið því ég hefði aldrei getað neitað því að taka við íslenska landsliðinu. Það var góður maður, Atli Eðvaldsson heitinn, sem sagði mér eitt sinn að taka aldrei við íslenska karlalandsliðsins. Ég veit hvert hann var að fara en mun taka íslenska karlalandsliðið einhvern tímann, þetta var ekki tímapunkturinn.“ Í þriðja hluta viðtalsins við Frey verður loks farið yfir stöðu mála hjá Lyngby en liðið situr sem stendur í 3. dönsku B-deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Helsingør þegar fjórar umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni.
Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti