Í gær var greint frá því að Vålerenga hefði keypt Brynjar frá ítalska B-deildarliðinu Lecce þar sem Akureyringurinn fékk fá tækifæri. Brynjar skrifaði undir fjögurra ára samning við Vålerenga. Þar hittir hann fyrir félaga sinn í íslenska landsliðinu, Viðar Örn Kjartansson.
Brynjar var eftirsóttur og var meðal annars orðaður við Malmö, Bodø/Glimt og Rosenborg. Og Vålerenga virtist vera sérstaklega ánægt með að haft betur í baráttu við Rosenborg um Brynjar, allavega ef marka má myndband á Twitter þar sem hann var kynntur til leiks hjá félaginu.
Í myndbandinu má sjá Brynjar renna niður stiga, framhjá stuðningsmanni Rosenborg og beint í fangið á Dag-Eilev Fagermo, þjálfara Vålerenga.
— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) December 27, 2021
Brynjar festi sig eftirminnilega í sessi í íslenska landsliðinu á þessu ári. Hann lék síðustu tíu landsleiki ársins og skoraði tvö mörk.
Vålerenga endaði í 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 45 stig, tveimur sætum og þremur sætum á eftir Rosenborg.