Hætti snemma í boltanum til að fara á sjóinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 12:00 Fabio Coentrao Nordicphotos/Getty Það er æði misjafnt hvað moldríkir knattspyrnumenn ákveða að gera þegar knattspyrnuferillinn er á enda. Flestir þeirra sem spila í hæsta gæðaflokki reyna að spila eins lengi og líkaminn leyfir og kreista hverja einustu krónu út úr ferlinum en Portúgalinn Fabio Coentrao fór aðra leið. Eftir að hafa verið á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid frá 2011-2019 er Coentrao nú hættur í fótbolta, 32 ára að aldri, og farinn að starfa sem sjómaður í heimabæ sínum í Portúgal, sjávarþorpinu Vila do Conde. Eftir að hann yfirgaf Real Madrid lék hann tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu í Portúgal, Rio Ave en nú hefur önnur ástríða tekið yfir líf hans, sjómennskan. „Lífið á sjónum er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, eins og einhverjir halda. Þetta er starf eins og hvað annað. Og ekki bara starf heldur er sjórinn fallegur og við þurfum á honum að halda,“ sagði Coentrao í sjónvarpsþætti sem fjallaði um ákvörðun hans að hætta í fótbolta þrátt fyrir að vera í fullu fjöri og færa sig á sjóinn. „Mikið af fólki lifir á sjónum og þetta er atvinnugrein sem ætti að njóta virðingar eins og hver önnur,“ segir Coentrao. Coentrao lék 52 landsleiki fyrir Portúgal á ferli sínum en hann var þegar farinn að undirbúa framtíðina á sjónum þegar hann lék fyrir Real Madrid þar sem hann keypti sér sinn fyrsta bát árið 2015. Fábio Coentrão enjoyed a glittering career for Benfica, Real Madrid and Sporting, earned 52 caps for Seleção, arguably Portugal's greatest ever left-back.He recently hung up his boots and has embarked on new career. He's become a fisherman, following in his father's footsteps. https://t.co/paEOE3m7VW— Tom Kundert (@PortuGoal1) January 1, 2022 Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Sjá meira
Flestir þeirra sem spila í hæsta gæðaflokki reyna að spila eins lengi og líkaminn leyfir og kreista hverja einustu krónu út úr ferlinum en Portúgalinn Fabio Coentrao fór aðra leið. Eftir að hafa verið á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid frá 2011-2019 er Coentrao nú hættur í fótbolta, 32 ára að aldri, og farinn að starfa sem sjómaður í heimabæ sínum í Portúgal, sjávarþorpinu Vila do Conde. Eftir að hann yfirgaf Real Madrid lék hann tvö tímabil með uppeldisfélagi sínu í Portúgal, Rio Ave en nú hefur önnur ástríða tekið yfir líf hans, sjómennskan. „Lífið á sjónum er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir, eins og einhverjir halda. Þetta er starf eins og hvað annað. Og ekki bara starf heldur er sjórinn fallegur og við þurfum á honum að halda,“ sagði Coentrao í sjónvarpsþætti sem fjallaði um ákvörðun hans að hætta í fótbolta þrátt fyrir að vera í fullu fjöri og færa sig á sjóinn. „Mikið af fólki lifir á sjónum og þetta er atvinnugrein sem ætti að njóta virðingar eins og hver önnur,“ segir Coentrao. Coentrao lék 52 landsleiki fyrir Portúgal á ferli sínum en hann var þegar farinn að undirbúa framtíðina á sjónum þegar hann lék fyrir Real Madrid þar sem hann keypti sér sinn fyrsta bát árið 2015. Fábio Coentrão enjoyed a glittering career for Benfica, Real Madrid and Sporting, earned 52 caps for Seleção, arguably Portugal's greatest ever left-back.He recently hung up his boots and has embarked on new career. He's become a fisherman, following in his father's footsteps. https://t.co/paEOE3m7VW— Tom Kundert (@PortuGoal1) January 1, 2022
Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Sjá meira