Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 11:08 Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur verið undir miklum þrýstingi vegna samkvæma sem haldin voru innan ríkisstjórnar hans. EPA/ANDY RAIN Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45
Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30