Lést eftir að hafa verið hafnað um þungunarrof eftir að fóstrin dóu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 10:33 Þúsundir mótmæltu þungunarrofslögum í Póllandi. AP Photo/Czarek Sokolowski Þúsundir mótmæltu á götum pólskra borga í gærkvöld eftir að 37 ára gömul kona lést í kjölfar þess að hafa verið hafnað um þungunarrof. Eitt ár er liðið síðan einar ströngustu þungunarrofsreglur í Evrópu voru innleiddar í Póllandi. Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Mótmælendur minntust Agnieszku T, sem lést í gær, lögðu blómvendi og ljós á valda staði til að minnast hennar. Agnieszka var ólétt að tvíburum en lést eftir að læknar neituðu að leyfa henni að gangast undir þungunarrof í kjölfar þess að hjarta annars fóstursins hætti að slá. Fjölskylda Agnieszku sagði í yfirlýsingu að stjórnvöld væru ábyrg fyrir dauða hennar. Frekari mótmæli til minningar um hana hafa verið skipulögð í heimaborg hennar, Częstochowa. Agnieszka, sem var þriggja barna móðir, var lögð inn á Sjúkrahús heilagrar Maríu meyjar í Częstochowa þann 21. desember síðastliðinn. Þegar hún var lögð inn var hún með mikla kviðverki en hún var enn á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Að sögn fjölskyldu hennar var Agnieszka við góða heilsu þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið en að heilsu hennar hafi hrakað hratt eftir innlögnina. Sama dag og hún lagðist inn hafi hjarta annars fóstursins hætt að slá og samkvæmt frásögn fjölskyldu hennar neituðu læknar að fjarlægja fóstrið og vísuðu í lög um þungunarrof. Nokkrir dagar hafi liðið áður en hitt fóstrið dó sömuleiðis í legi Agnieszku. Læknar hafi beðið í tvo daga til viðbótar eftir það áður en þungunarrof var framkvæmt, sem var gert þann 31. desember. Þá voru tíu dagar liðnir frá því að fyrsta fóstrið lést. Eftir að þungunarrofið var framkvæmt var Agnieszka flutt af kvennadeild og heilsu hennar hrakaði enn meira. Fjölskyldu hennar grunar að hún hafi fengið blóðeitrun en dástæða dauða hennar var sögð óþekkt af sjúkrahúsinu.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir „Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
„Hjarta hennar sló líka!“ „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. 6. nóvember 2021 23:34
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34
Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 28. janúar 2021 20:00