Tilkynningin kemur í kjölfar nokkurra hneyksismála sem skekið hafa Lundunalögregluna að undanförnu. Þannig birtu eftirlitsaðilar lögreglu skýrslu í síðustu viku sem leiddi í ljós að „skammarleg“ menning kvenhaturs, hinseginhaturs, mismununar og kynferðislegrar áreitni þrifist innan Lundúnalögreglunnar og að ekki nægilega mikið hafi verið gert til að uppræta hana.
Cressida Dick, sem er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirmanns Lundúnalögreglunnar, hefur sömuleiðis sætt gagnrýni vegna rannsóknarinnar á morðinu á Söruh Everard, sem drepin var af lögreglumenninum Wayne Couzens í mars á síðasta ári.
Í tilkynningu frá Dick segir að hún hafi samþykkt að starfa áfram innan lögreglunnar í stuttan tíma til að tryggja stöðugleika þar til að nýr maður sest í brúna.
Það er á könnu innanríkisráðherra Bretlands að skipa nýjan yfirmann Lundúnalögreglunnar, að höfðu samráði við borgarstjóra Lundúna.
Dick hefur starfað innan lögreglunnar í rúma fjóra áratugi.