Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18.30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18.30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um þær tilslakanir sem gripið verður til nú á miðnætti, þegar tvö hundruð mega koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Við tökum stöðuna á Landspítalanum og hittum hressa framhaldsskóla krakka sem fagna því ákaft að geta loks haldið skólaböll á ný.

Þá gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta.

Við segjum einnig frá nýrri könnun fréttastofu, en samkvæmt henni myndu meirihlutaflokkarnir bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni.

Rætt verður við forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem segja góða stöðu banka í eigi ríkisins koma sér vel með miklum arðgreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra í algjöru lágmarki.

Við hittum einnig skyndihjálparmann ársins sem bjargaði föður sínum eftir hjartastopp.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×