„Ég er fullorðinn, en ekki fábjáni“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. febrúar 2022 14:21 Carlos San Juan berst fyrir bættri bankaþjónustu. EPA/FERNANDO ALVARADO „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“. Þetta er yfirskrift herferðar sem eftirlaunaþegi á Spáni hefur stofnað til, til þess að þrýsta á banka landsins að veita eldra fólki betri þjónustu. 600.000 manns hafa nú þegar tekið undir kröfur gamla mannsins. Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár. Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Það er ekki bara á Íslandi sem bankar loka útibúum sínum í löngum bunum, draga úr persónulegri þjónustu og beina viðskiptavinum sínum inn á netið. Á Spáni gerist það einnig í ríkum mæli. Frá 2008 til dagsins í dag hefur bankaútibúum á Spáni fækkað um 54 prósent og starfsfólki bankanna hefur fækkað um 40 prósent. Sá er samt munurinn á Spáni og Íslandi að hér í landi hefur 78 ára gamall eftirlaunaþegi, Carlos San Juan, skorið upp herör gegn síversnandi þjónustu bankanna og krafist úrbóta. „Ég er fullorðinn, en ég er ekki fábjáni“, er yfirskrift undirskriftasöfnunar sem Carlos hefur stofnað til. Nú þegar hafa 600.000 manns skrifað undir kröfuskjalið um betri þjónustu og þeim fjölgar hratt frá degi til dags. Bankarnir eru samhentir þegar kemur að versnandi þjónustu Carlos segir að bankarnir séu afskaplega samhentir í að draga úr þjónustu við almenning, hann segist oft upplifa niðurlægingu þegar hann biðji um aðstoð í bönkum, honum sé hreinlega svarað eins og hann sé fábjáni. Þá hegði bankarnir sér oft eins og eitt samhent einokunarfyrirtæki, svo samstíga séu þeir í að draga úr allri persónulegri þjónustu. Carlos segir að kröfurnar séu einfaldar, það þurfi að auðvelda persónulegt aðgengi viðskiptavina að bönkunum og það strax. Já, og Carlos leggur áherslu á það að þegar öllu sé á botninn hvolft, þá séu þetta peningar fólksins, en ekki peningar sem bankarnir eigi. Hann fundaði í vikunni með efnahagsmálaráðherra landsins, sem tilkynnti honum að stjórnvöld hefðu þegar í stað ákveðið að setja fjármálafyrirtækjum landsins úrslitakosti. Fyrir næstu mánaðamót ber þeim að kynna aðgerðir sem tryggi að viðskiptavinir bankanna fái í framtíðinni betri og persónulegri þjónustu. Og bankarnir voru ekki lengi að bregðast við. Þegar daginn eftir fund Carlosar og ráðherrans lýsti talsmaður fjármálafyrirtækja því yfir að brugðist yrði við ákalli fjöldans og gerð gangskör í því að bæta þjónustu bankanna við eldra fólk. Bankarnir skila milljarða hagnaði Á sama tíma og persónuleg þjónusta bankanna versnar skila bankarnir gríðarlega miklum hagnaði. Hagnaður fimm stærstu bankanna á Spáni nam í fyrra tæplega 20 milljörðum evra, andvirði 2.900 milljarða íslenskra króna. Þetta er tala sem örfáir dauðlegir menn skilja. Til þess að gera hana skiljanlegri þá jafngildir gróði bankanna fimm á árinu 2021 80 milljónum króna á hverjum einasta degi í 100 ár.
Spánn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira