Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2022 14:30 Isabel Díaz Ayuso, forseti heimastjórnarinnar í Madrid GettyImages Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum. Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33