„Allar borgir ættu að eiga einn Antonio Banderas“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 16:28 Antonio Banderas tendrar jólaljósin í miðborg Málaga fyrir síðustu jól. Vísir/Getty Eftir að Antonio Banderas, tekjuhæsti leikari í sögu Spánar sneri aftur til fæðingarborgar sinnar, Málaga, hefur hann einbeitt sér að því að nýta auð sinn til að efla menningar- og atvinnulíf borgarinnar. Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“ Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“
Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24
Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44