„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 12:00 Arnór Sigurðsson í leik gegn Roma í vetur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á leiktíðinni. Getty/Maurizio Lagana „Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því. Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“ Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira
Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira