Fótbolti

Afturelding sótti jafntefli í Keflavík

Atli Arason skrifar
Ana Paula Silva Santos var ekki lengi að stimpla sig inn í lið Keflavíkur.
Ana Paula Silva Santos var ekki lengi að stimpla sig inn í lið Keflavíkur. Keflavík

Keflavík og Afturelding skildu jöfn í hörku leik í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ í kvöld, 2-2. Leikurinn var í riðli 2 í Lengjubikar kvenna.

Nýjasta viðbót Keflvíkinga, Brassinn Ana Santos, gerði fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu áður en Dröfn Einarsdóttir tvöfaldaði forystu heimakvenna fyrir hálfleik. 

Afturelding gerði þrefalda breytingu í upphafi síðari hálfleiks en sú breyting skilaði sér ekki fyrr en undir lok leiksins þegar varamennirnir Þórhildur Þórhallsdóttir og Ísafold Þórhallsdóttir gerðu tvö mörk á tveggja mínútna kafla á 86. og 88. mínútu leiksins sem gerði það að verkum að leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Bæði lið eru jöfn á toppi riðli 2 með fjögur stig, Afturelding eftir tvo leiki en Keflavík hefur leikið þrjá. Valur, Þór/KA og Fylkir koma svo öll í röð með þrjú stig í næstu sætum, Valur eftir einn leik en Þór/KA og Fylkir hafa leikið tvo. 

Næsti leikur Keflavíkur er gegn Þrótti á Eimskipsvellinum næsta fimmtudag en Afturelding á leik gegn Val á Hlíðarenda á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×