Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2022 04:34 Rússar beindu sjónum sínum snemma að Kherson en skammt frá stendur Kakhovka-stíflan. Svæðið var áður helsta vatnsuppspretta íbúa Krímskaga en úkraínsk stjórnvöld skrúfuðu fyrir kranann þegar Rússar innlimuðu Krím. epa/Maxar Technologies Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira