Anníe er nú búin að kalla saman lið sem ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í haust en með henni í því eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo.
CrossFit samtökin kynntu 22.3 með því að stilla upp í keppni sitt hvorum megin Atlantshafsins en lið CrossFit Reykjavíkur keppti þá á móti liði CrossFit Hendersonville frá Tennessee fylki í Bandaríkjunum.
Það var mikil stemmning í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavíkur og Anníe Mist og félagar hennar fóru líka á kostum. Þau enduðu á því að rúlla upp bandaríska liðinu.
Hér fyrir neðan má sjá allan viðburðinn, allt frá kynningunni á 22.3, liðunum að reyna sig við æfinguna í viðtöl við meðlimi liðs Anníe eftir að þau höfðu klárað þessa lokaæfingu opna hlutans í ár.