Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór með liði ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019. Hann sneri aftur til ÍR um haustið, eftir stutt stopp í Frakklandi, en sleit krossband í hné í fyrsta leik og spilaði ekki meira fyrir liðið. VÍSIR/VILHELM Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“ Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti