Fótbolti

Sjálfs­mark skildi Egypta­land og Senegal að | Marka­laust hjá Ghana og Nígeríu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mohamed Salah og félagar eru í góðri stöðu eftir sigurinn í kvöld.
Mohamed Salah og félagar eru í góðri stöðu eftir sigurinn í kvöld. Twitter/@CAF_Online

Öllum fimm leikjum dagsins í umspili knattspyrnusambands Afríku fyrir HM sem fram fer í Katar síðar á árinu er nú lokið. Það var ekki mikið skorað í síðari tveimur leikjum kvöldsins.

Egyptaland hafði betur gegn Senegal með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu en þá varð Saliou Ciss fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 

Reyndist það eina mark leiksins og Egyptaland með eins marks forystu fyrir síðari leik liðanna.

Þá gerðu Ghana og Nígería markalaust jafntefli og ljóst að þjóðin sem vinnur síðari leikinn fer á HM.


Tengdar fréttir

Alsír í góðum málum | Mar­traðar­leikur hjá Sissoko gegn Túnis

Umspil um sæti á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári er komið á fleygiferð. Þrír af fimm leikjum í umspili knattspyrnusambands Afríku er nú lokið. Alsír og Túnis unnu nauma sigra á meðan Kongó og Marokkó gerðu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×