Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2022 23:00 Selenskí Úkraínuforseti segir að allar hugmyndir um málamiðlanir eða hlutleysi Úkraínu þyrftu að fara í þjóðaratkvæði. UKRINFORM/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Selenskí til rússneskra fjölmiðla, sem stjórnvöld í Rússlandi hafa þegar varað við því að verði fjallað um. Sagði forsetinn að hlutleysi Úkraínu og aðrar niðurstöður friðarviðræðna yrðu alltaf settar í þjóðaratkvæði áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. „Tryggingar fyrir öryggi, hlutleysi og kjarnorkuhlutleysi. Við erum til í það,“ sagði Selenskí, en hann ávarpaði rússneska fjölmiðla á rússnesku. Segir Rússa vilja skipta landinu í tvennt Búist er við því að næsta lota friðarviðræðna ríkjanna tveggja, sem hingað til hafa ekki borið mikinn árangur, fari fram í Tyrklandi í vikunni. Skrifstofa Tyrklandsforseta, Receps Tayyip Erdogan, hefur kallað eftir vopnahléi og betri mannúðarskilyrðum í Úkraínu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að koma í veg fyrir að matur, lyf og önnur hjálpargögn komist til stríðshrjáðra borga og bæja, sem þeir Rússaher situr í sumum tilfellum um. Þá hefur Kírílo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers, sagt að allt bendi til þess að markmið Vladimírs Pútín Rússlandsforseta með innrásinni sé að ná tökum á austurhluta Úkraínu og skipta landinu þar með í tvo hluta. „Þetta er raunar eins og að reyna að búa til Norður- og Suður-Kóreu í Úkraínu,“ hefur Reuters eftir Budanov. Þar vísar hann til skiptingarinnar á Kóreuskaga eftir síðari heimsstyrjöld. Munu ekki taka mark á neinni atkvæðagreiðslu Svo virðist sem Rússar einbeiti sér nú í auknum mæli að austurhluta Úkraínu, en Rússaher hefur enn ekki tekist að ná fullkominni stjórn á neinni stórborg Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa barist við herinn þar í landi síðustu átta ár, eða frá innlimun Rússa á Krímskaga. Í Lugansk, sem er annað tveggja svæða í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa „viðurkennt sem sjálfstæð ríki“ hefur leiðtogi aðskilnaðarsinna þá lýst því yfir að á næstunni kynni að verða blásið til atkvæðagreiðslu um hvort sameinast ætti Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir hins vegar að hvers konar „falsatkvæðagreiðsla“ sem blásið yrði til á hernumdum svæðum Úkraínu yrði ekki tekin gild. Oleg Níkolenko, talsmaður ráðuneytisins, sagði á Twitter að ekkert ríki heims myndi viðurkenna „ofbeldisfulla breytingu á viðurkenndum landamærum Úkraínu.“ „Þess í stað mun Rússland standa frammi fyrir enn harðari alþjóðlegum viðbrögðum, sem munu einangra ríkið enn frekar.“ Vill fá hergögn sem ryðga inni í geymslu Selenskí Úkraínuforseti, sem hefur ítrekað komið inn á jákvæð samtöl sín við ýmsa vestræna leiðtoga og þakkað þeim stuðninginn í stríðinu við Rússa, kallar nú eftir því að Vesturlönd auki stuðning sinn við úkraínska herinn. Í ávarpi í gær sagði hann að ýmis hergögn sem gætu komið Úkraínuher að góðum notum sætu í geymslum NATO-ríkja og „söfnuðu ryki.“ Úkraína þyrfti aðeins einn hundraðshluta af þeim flugvélum sem NATO hafi yfir að ráða, og svipað hlutfall skriðdreka. Hingað til hafa vestræn ríki látið Úkraínu fá vopn til að granda skriðdrekum og herflugvélum, sem og ýmiskonar annan varnarbúnað.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Vladimír Pútín Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira