Íslenski boltinn

KA fær Úkraínumann á láni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA hefur fengið úkraínskan miðvörð í sínar raðir.
KA hefur fengið úkraínskan miðvörð í sínar raðir. KA

KA hefur fengið liðsstyrk fyrir átök sumarsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er kominn á láni til félagsins. KA greindi frá.

Bykov hefur leikið með FK Mariupol í efstu deild Úkraínu. Framan af tímabili var hann þó á láni hjá Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu. Alls lék hann 15 leiki þar auk þriggja leikja í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Vegna ástandsins í Úkraínu hafa leikmenn þar í landi fengið leyfi til að ganga til liðs við félög á láni. Hinn 24 ára gamli Bykov hefur því fengið leyfi til að skipta og mun spila á Akureyri framan af sumr.

Hann er 1.86 metri á hæð og leikur í stöðu miðvarðar KA til mikillar gleði en mikil meiðsli í öftustu línu – sem og víðar á vellinum – hafa skilið Akureyringar eftir heldur fáliðaða þegar styttist í að Íslandsmótið hefjist.

Bykov hóf feril sinn hjá stórliði Shakhtar Donetsk og á að baki níu leiki fyrir U-21 árs landslið Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×