Riðlarnir á HM klárir: England leikur á fyrsta degi síðan 1966 og Danir mæta Frökkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 17:30 Englendingar geta ekki kvartað undan erfiðum riðli. Rob Newell/Getty Images Dregið var í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í dag. Dregið var í Doha, höfuðborg Katar en mótið fer þar fram. Mótið hefst þann 21. nóvember og fer úrslitaleikurinn fram 18. desember. Hér að neðan má sjá riðlakeppni mótsins, enn á eiga þrjár þjóðir eftir að tryggja sér þátttökurétt. A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
A-riðill 1. Katar 2. Holland 3. Senegal 4. Ekvador Heimamenn í Katar leika í A-riðli ásamt Hollandi, Senegal og Ekvador. Opnunarleikur mótsins verður leikur heimamanna í Katar og Ekvador. B-riðill Í B-riðli eru England, Bandaríkin, Íran og svo Skotland, Úkraína eða Wales. Vegna stríðsins í Úkraínu á eftir að klára umspilssleiki um síðasta sætið í B-riðli. Sigurvegarinn úr viðureign Skotlands og Úkraínu mætir Wales í úrslitaleik um sæti í B-riðli. Englendingar eru mjög spenntir fyrir því að vera annars vegar hluti af fyrsta keppnisdegi HM en það hefur ekki gerst síðan liðið varð heimsmeistari 1966. 1966 - @England will play on the opening day of a @FIFAWorldCup tournament for the first time since 1966. Harbinger. pic.twitter.com/b1zPddF4r8— OptaJoe (@OptaJoe) April 1, 2022 Þá eru þeir spenntir fyrir því að möguleiki er á breskum nágrannaslag. Liðið var þó í riðli með Skotlandi á Evrópumótinu síðasta sumar svo eflaust vilja Englendingar fá Wales að þessu sinni. 1. England 2. Bandaríkin 3. Íran 4. Wales / Skotland / Úkraína C-riðill Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Robert Lewandowski, mætast í C-riðli. Fleiri orð þarf ekki að segja eða rita um þann riðil. 1. Argentína 2. Mexíkó 3. Pólland 4. Sádi-Arabía D-riðill Frændur vorir Danir mæta ríkjandi heimsmeisturum Frakka í riðlakeppninni en þjóðirnar eru saman í D-riðli. Hinir tveir leikir riðilsins ættu þó að vera frekar léttir, nema Frakkar endurtaki afhroðið frá 2002. 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Túnis 4. Ástralía / Sameinuðu arabísku furstadæmin / Perú E-riðill Í E-riðli eru nokkrar áhugaverðar viðureignir á dagskrá. Spánn og Þýskaland mætast en síðara liðið er allt annað síðan Hansi Flick tók við stjórnartaumunum. Þá er aldrei hægt að vanmeta Japan og enn er óvíst hvort Kosta Ríka eða Nýja-Sjáland komist á HM. 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Japan 4. Kosta Ríka/Nýja-Sjáland F-riðill Þetta er riðillinn sem Ísland hefði 100 prósent lent í hefði það komist alla leið á HM. Bæði Belgía og Króatía gefa einhvern veginn falska von en eru svo ógnarsterk þegar á hólminn er komið. Hvort Marokkó og Kanada eigi einhvern möguleika verður einfaldlega að koma í ljós. 1. Belgía 2. Króatía 3. Marokkó 4. Kanada G-riðill Lítið hægt að segja um G-riðil ef við erum hreinskilin. Brasilía fór taplaust í gegnum undankeppnina og ætti að gera slíkt hið sama hér. 1. Brasilía 2. Sviss 3. Serbía 4. Kamerún H-riðill Að lokum er það H-riðill. Cristiano Ronaldo og félagar ættu að komast upp úr riðlinum en maður veit aldrei. 1. Portúgal 2. Úrúgvæ 3. Suður-Kórea 4. Gana
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Sjá meira