Málið var rætt á Alþingi í morgun og þá heyrum við í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi.
Einnig fjöllum við um banaslysið sem varð í Svarfaðardal í gærkvöldi þegar bandarískur ferðamaður fórst í snjóflóði. Tveir félagar hans slösuðust alvarlega.
Þá tökum við stöðuna á ástandinu í Úkraínu en óttast er að tugir hafi látið lífið í árás Rússa á lestarstöð í austurhluta landsins í morgun.
Að síðustu segjum við frá nýju húsnæði sem Alzheimersamtökin á Íslandi fá afhent síðar í dag.