Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2022 10:47 Baldur fylgist vel með þróun mála í Úkraínu og hefur talað fyrir aukinni og opinni umræðu hérlendis um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira