Umfjöllun og viðtöl: Haukar – Njarðvík 59-70 | Njarðvíkingar tóku forystu á útivelli Andri Már Eggertsson skrifar 19. apríl 2022 22:20 Njarðvíker með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar eru komnir með forystu í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna eftir góðan 11 stiga útisigur gegn Haukum í kvöld, 59-70. Fyrsti fjórðungur einkenndist af snörpum áhlaupum beggja liða. Njarðvík byrjaði betur og komst fimm stigum yfir í upphafi. Næst tóku heimakonur við og skoruðu tíu stig á meðan gestirnir gerðu aðeins þrjú. Njarðvík endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrsta leikhluta og var þremur stigum yfir 14-17. Haukar hittu afar illa í fyrri hálfleik. Haukar tóku 39 skot utan af velli og hittu aðeins úr 10 sem er 25 prósent nýting. Þrátt fyrir að Njarðvík var með tíu prósent hærri nýtingu en Haukar þá voru heimakonur tveimur stigum yfir í hálfleik 28-26. Haukar unnu annan leikhluta með fimm stigum og voru því yfir í hálfleik. Njarðvík gat þakkað fyrir lélega nýtingu Hauka sem gerði það að verkum að gestirnir voru aðeins tveimur stigum undir í hálfleik. Njarðvík tapaði 12 boltum og fékk á sig ellefu sóknarfráköst. Eftir mjög sérstakan fyrri hálfleik byrjaði Njarðvík síðari hálfleik betur og gerði sjö stig með stuttu millibili á meðan Haukar hittu aðeins úr einu víti. Það ætlaði allt um koll að keyra í Ólafssal þegar Lovísa Björt Henningsdóttir setti tvo þrista í röð. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé eftir átta stiga áhlaup heimakvenna. Haukar voru þremur stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þegar tæplega fimm mínútur voru eftir tók við ótrúlegur endasprettur Njarðvíkur. Gestirnir gerðu þrettán stig í röð á þremur mínútum. Þegar tæplega mínúta var eftir var staðan 54-65 og leikurinn einfaldlega búinn. Njarðvík vann á endanum ellefu stiga sigur 59-70. Af hverju vann Njarðvík? Síðustu fimm mínúturnar hjá Njarðvík voru ótrúlegar. Leikurinn var í járnum þar til Njarðvík skellti í lás og gerði þrettán stig í röð sem kláraði leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum og gerði 31 stig og tók 20 fráköst. Þetta var í fyrsta skipti í sögu lokaúrslita kvenna sem leikmaður á þrjátíu - tuttugu leik. Lavína Joao Gomes De Silva var næst stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig og tók 5 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar hittu afar illa úr skotunum sínum. Haukar tóku 74 skot og hittu aðeins úr 19 sem er 25 prósent nýting. Njarðvík tapaði 17 boltum og Haukar tóku sautján skotum meira en Njarðvík. Hvað gerist næst? Á föstudaginn mætast liðin í Ljónagryfjunni klukkan 19:15. Bjarni: Tókum 74 skot en skoruðum ekki einusinni sextíu stig Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur með skotnýtingu liðsinsVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap gegn Njarðvík á heimavelli. „Tap er alltaf tap. Við spiluðum illa í fjórða leikhluta á báðum endum vallarins og Njarðvík var sterkari aðilinn á síðustu mínútunum,“ sagði Bjarni Magnússon svekktur eftir leik. Bjarni var afar ósáttur með spilamennsku Hauka í fjórða leikhluta og skotnýtinguna gegnum gangandi allan leikinn. „Við tókum nánast tuttugu fleiri skot en Njarðvík, við tókum fleiri sóknarfráköst og töpuðum færri boltum. Við tókum 74 skot en náðum ekki að gera yfir sextíu stig og þar liggur hundurinn grafinn.“ Keira Robinson framlengdi við Hauka á dögunum en hefur verið frá vegna meiðsla og sagði Bjarni það útilokað að hún myndi koma við sögu í úrslitaeinvíginu. „Það var verið að taka pinna úr puttanum á henni í dag svo hún má ekki gera neitt næstu vikurnar. Hópurinn sem spilaði í kvöld er hópurinn sem klárar þetta einvígi. Njarðvík tók forystuna í kvöld og við þurfum að mæta sterkari til leiks á föstudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. „ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Tengdar fréttir Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. 19. apríl 2022 13:30
Njarðvíkingar eru komnir með forystu í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna eftir góðan 11 stiga útisigur gegn Haukum í kvöld, 59-70. Fyrsti fjórðungur einkenndist af snörpum áhlaupum beggja liða. Njarðvík byrjaði betur og komst fimm stigum yfir í upphafi. Næst tóku heimakonur við og skoruðu tíu stig á meðan gestirnir gerðu aðeins þrjú. Njarðvík endaði á að gera síðustu fimm stigin í fyrsta leikhluta og var þremur stigum yfir 14-17. Haukar hittu afar illa í fyrri hálfleik. Haukar tóku 39 skot utan af velli og hittu aðeins úr 10 sem er 25 prósent nýting. Þrátt fyrir að Njarðvík var með tíu prósent hærri nýtingu en Haukar þá voru heimakonur tveimur stigum yfir í hálfleik 28-26. Haukar unnu annan leikhluta með fimm stigum og voru því yfir í hálfleik. Njarðvík gat þakkað fyrir lélega nýtingu Hauka sem gerði það að verkum að gestirnir voru aðeins tveimur stigum undir í hálfleik. Njarðvík tapaði 12 boltum og fékk á sig ellefu sóknarfráköst. Eftir mjög sérstakan fyrri hálfleik byrjaði Njarðvík síðari hálfleik betur og gerði sjö stig með stuttu millibili á meðan Haukar hittu aðeins úr einu víti. Það ætlaði allt um koll að keyra í Ólafssal þegar Lovísa Björt Henningsdóttir setti tvo þrista í röð. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók leikhlé eftir átta stiga áhlaup heimakvenna. Haukar voru þremur stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þegar tæplega fimm mínútur voru eftir tók við ótrúlegur endasprettur Njarðvíkur. Gestirnir gerðu þrettán stig í röð á þremur mínútum. Þegar tæplega mínúta var eftir var staðan 54-65 og leikurinn einfaldlega búinn. Njarðvík vann á endanum ellefu stiga sigur 59-70. Af hverju vann Njarðvík? Síðustu fimm mínúturnar hjá Njarðvík voru ótrúlegar. Leikurinn var í járnum þar til Njarðvík skellti í lás og gerði þrettán stig í röð sem kláraði leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum og gerði 31 stig og tók 20 fráköst. Þetta var í fyrsta skipti í sögu lokaúrslita kvenna sem leikmaður á þrjátíu - tuttugu leik. Lavína Joao Gomes De Silva var næst stigahæst hjá Njarðvík með 15 stig og tók 5 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar hittu afar illa úr skotunum sínum. Haukar tóku 74 skot og hittu aðeins úr 19 sem er 25 prósent nýting. Njarðvík tapaði 17 boltum og Haukar tóku sautján skotum meira en Njarðvík. Hvað gerist næst? Á föstudaginn mætast liðin í Ljónagryfjunni klukkan 19:15. Bjarni: Tókum 74 skot en skoruðum ekki einusinni sextíu stig Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur með skotnýtingu liðsinsVísir/Bára Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap gegn Njarðvík á heimavelli. „Tap er alltaf tap. Við spiluðum illa í fjórða leikhluta á báðum endum vallarins og Njarðvík var sterkari aðilinn á síðustu mínútunum,“ sagði Bjarni Magnússon svekktur eftir leik. Bjarni var afar ósáttur með spilamennsku Hauka í fjórða leikhluta og skotnýtinguna gegnum gangandi allan leikinn. „Við tókum nánast tuttugu fleiri skot en Njarðvík, við tókum fleiri sóknarfráköst og töpuðum færri boltum. Við tókum 74 skot en náðum ekki að gera yfir sextíu stig og þar liggur hundurinn grafinn.“ Keira Robinson framlengdi við Hauka á dögunum en hefur verið frá vegna meiðsla og sagði Bjarni það útilokað að hún myndi koma við sögu í úrslitaeinvíginu. „Það var verið að taka pinna úr puttanum á henni í dag svo hún má ekki gera neitt næstu vikurnar. Hópurinn sem spilaði í kvöld er hópurinn sem klárar þetta einvígi. Njarðvík tók forystuna í kvöld og við þurfum að mæta sterkari til leiks á föstudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. „
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Tengdar fréttir Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. 19. apríl 2022 13:30
Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. 19. apríl 2022 13:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti