Fótbolti

Birkir og félagar töpuðu fyrir toppliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik kvöldsins.
Birkir Bjarnason í leik kvöldsins. Twitter@@AdsKulubu

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Adana Demirspor þegar liðið fékk, mjög líklega verðandi Tyrklandsmeistara Trabzonspor í heimsókn í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Birkir lék á miðjunni í kvöld ásamt Gökhan Inler en heimamenn máttu sín lítils gegn firnasterku liði Trabzonspor.

Gestirnir náðu þriggja marka forystu með mörkum Bruno Peres, Andreas Cornelius og Djaniny áður en Matias Vargas lagaði stöðuna fyrir Adana Demirspor.

Birki var skipt af velli á 87.mínútu en í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu sem Loic Remy, fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle, brenndi af og lokatölur því 1-3 fyrir Trabzonspor sem hefur ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.

Birkir og félagar í fimmta sæti, tveimur stigum frá Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×