Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2022 22:05 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks frá Úkraínu. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira