Körfubolti

Mönnum heitt í hamsi er rætt var hvort Stríðs­mennirnir væru bestir í Vestrinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stephen Curry og Klay Thompson eru tveir af betri mönnum Golden State Warriors.
Stephen Curry og Klay Thompson eru tveir af betri mönnum Golden State Warriors. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

„Golden State Warriors lítur langbest út af öllum liðunum í Vestrinu og eru búnir að líta best út alla úrslitakeppnina og fyrir mér eru þeir favorites í Vestrinu,“ segir Hörður Unnsteinsson í Lögmál leiksins í kvöld þar sem farið er yfir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Sigurður Orri Kristjánsson var ekki alveg sammála Herði.

„Mér fannst þeir ekkert líta of vel í gær (gegn Memphis Grizzlies). Enn og aftur fá þeir 30 stiga leik frá Stephen Curry, 30 stiga leik frá Jordan Poole og eru samt í tómu veseni að klára miklu lélegra lið.“

Hörður svarar:

„Án Draymond Green allan leikinn, á erfiðum útivelli á móti yngra og miklu meiri hörkulið. Að Golden State hafi tekið heimavallaréttinn í þessum leik þýðir að þessi sería er búin.“

Tómas Steindórsson lagði einnig orð í belg.

„Við segjum ekki að þetta sé skyldusigur þegar búið er að kasta Draymond Green út úr húsi.“

Sigurður Orri átti ekki aukatekið orð, ranghvolfdi augunum og sagði að um kláran skyldusigur hefði verið að ræða.

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 21.25 í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins: Eru Golden State besta liðið í Vestrinu?

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×