Innlent

Hand­tók tvo menn vopnaða öxi í Árbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru fluttir í fangageymslu lögreglu.
Mennirnir voru fluttir í fangageymslu lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af tveimur mönnum í Árbæ sem voru á ferli í hverfinu í annarlegu ástandi vopnaðir öxi. Þeir voru settir í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá.

Þá var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í Grafarvogi og greip lögregla innbrotsþjófinn glóðvolgan og flutti einnig í fangaklefa.

Um klukkan hálf eitt var lögregla svo afturkölluð í Árbæinn til að stilla til friðar á milli tveggja manna sem sagðir voru vopnaðir. Málið var hinsvegar afgreitt á vettvangi að því er segir í skeyti lögreglu.

Lögregla var um húsbrot í hverfi 105 í Reykjavík, þar sem greinileg innbrot voru um innbrot en enginn á staðnum þegar lögreglu bar að garði. Er málið í rannsókn.

Upp úr klukkan 21 var svo tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hverfi 112 þar sem maður var handtekinn og hann færður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×