Þá verður rætt við innviðaráðherra um ástand mála í tengslum við Reykjavíkurflugvöll en Sigurður Ingi Jóhannsson segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki fundinn.
Einnig ræðum við mætingar borgarfulltrúa á fundi í aðdraganda kosninga og tökum stöðuna á Úkraínu en Evrópusambandið kynnti í morgun nýjar refsiaðgerðir sem beinast gegn Rússum vegna innrásar þeirra í landið.