Fótbolti

Aron hafði betur gegn Sæ­vari Atla og Frey | Hor­sens í topp­sætið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron lagði upp annað af tveimur mörkum Horsens í kvöld.
Aron lagði upp annað af tveimur mörkum Horsens í kvöld. Horsens Folkeblad

Aron Sigurðarson og samherjar hans í Horsens unnu toppslag dönsku B-deildarinnar er Lyngby kom í heimsókn. Lokatölur 2-1 þar sem Aron lagði upp fyrra mark Horsens

Aron var í byrjunarliði Horsens líkt og Sævar Atli Magnússon hjá Lyngby. Það var sá síðarnefndi var lét fyrst að sér kveða en hann nældi sér í gult spjald á 24. mínútu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik komust heimamenn yfir, Þar var að verki Anders Jacobsen eftir sendingu Arons.

Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún allt þangað til á 78. mínútu þegar bæði Aron og Sævar Atli voru farnir af velli. Þá jafnaði Andreas Bjelland metin fyrir gestina en Andreas var ekki lengi í paradís þar sem Malte Kiilerich skoraði sigurmark leiksins tveimur mínútum síðar.

Lokatölur 2-1 Horsens í vil sem þýðir að Lyngby er fallið niður í 3. sæti þar sem Helsingör vann Fredericia 2-1 í kvöld.

Þegar toppliðin þrjú eiga öll fjóra leiki eftir er staðan þannig að Horsens er á toppnum með 56 stig, Helsingör er í 2. sæti með 54 stig og Lyngby er í 3. sæti með 53 stig. Efstu tvö liðin fara upp í dönsku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×