„Við munum fljótlega fagna sigri“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2022 14:09 Olena flúði hingað til lands frá Bucha við upphaf innrásarinnar. Vísir/Sigurjón Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð. Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Mótmælendur báru jafnframt margir plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á kynferðisbrotum sem rússneskir hermenn eru sagðir beita Úkraínumenn. Athygli vakti eftir að Rússar yfirgáfu borgina Bucha í lok apríl, eftir tveggja mánaða hertöku, að þar fundust víða kynlífsdúkkur, sem búið var að festa plastpoka um höfuðið á. Úkraínumenn segja þessar kynlífsdúkkur endurspegla það hvernig Rússar hafi brotið á úkraínskum konum og börnum. Mótmælendur voru ataðir rauðri málningu, sem tákna á blóðið sem runnið hefur um úkraínska grundu.Vísir/Sigurjón Rússar fagna í dag sigri sínum á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni árið 1945. Mikil hátíðarhöld eru í Moskvu í dag og víða um Rússland. Víða hefur einnig verið mótmælt fyrir utan rússnesk sendiráð Fréttastofa ræddi við mótmælendur í Túngötu í hádeginu. Þar á meðal var Olena, sem flúði heimabæ sinn Bucha tveimur dögum eftir upphaf stríðsins, þann 26. febrúar síðastliðinn. Hún kom til Íslands með börnin sín og segist þjökuð af þeim myndum sem hún sjái og fréttum sem hún heyri frá heimabæ sínum. Einhverjir voru með plastpoka um höfuðið til að vekja athygli á pyntingaraðferðum Rússa.Vísir/Vilhelm „Ég sé allan þennan hrylling sem Rússar hafa beitt fólkið mitt og ég veit að helsta vopn rússneskra hermanna, rússneskra hryðjuverkamanna, eru nauðganir, pyntingar og að drepa almenna borgara. Við erum hér í dag til þess að láta alla vita að við erum hér og við erum á móti þessum stríðsglæpum sem framdir hafa verið í Bucha og fleiri borgum í Úkraínu, sérstaklega Mariupol,“ sagði Olena. „Við munum sigra, þjóð okkar er sterk og friðsæl. Við viljum vera hluti af lýðræðissamfélaginu í Evrópu. Þeir vilja ekki að við verðum hluti af Evrópusambandinu en við viljum vera hluti af siðmenntuðum heimi og [Rússar] ættu að gera sitt besta til að stöðva glæpina sem framdir eru í okkar landi.“ Hún sagði að dagurinn í dag, þrátt fyrir hátíðarhöldin í Rússlandi, sé ekki sigurdagur fyrir Rússa. „Þessi dagur er smánun fyrir Rússa. Það er það eina sem ég get sagt . Úkraína mun fagna tveimur Sigurdögum vona ég fljótlega. Við munum fagna okkar sigri fljótlega.“ Klippa: Mótmæli fyrir utan bústað sendiherra Rússlands á Íslandi
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira