Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012.
Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin.
FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm
— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022
Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá.
Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek.
Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA.

Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu.
Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum.
Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt.
Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum.