„Ég get ekki að setið undir þeim orðum þingmannsins“ Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2022 17:13 Guðmundur Ingi sagðist ekki geta setið undir fullyrðingum þess efnis að harðari stefna væri rekin hér á landi en á öðrum Norðurlöndum þegar kæmi að flóttafólki. Hart var sótt að stjórnvöldum og sér í lagi Vinstri grænum á Alþingi í dag vegna brottvísana hælisleitenda. Þegar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei sætta sig við sjálfur, rann ráðherra í skap. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata beindi fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Ríkisstjórnin er í herferð gegn ákveðinni tegund flóttafólks,“ sagði Andrés og vísaði í útlendingafrumvarp sem verið hefur í deiglunni að undanförnu. „Sérstaklega beint gegn þeim sem fengið hafa vernd í öðru ríki.“ Andrés Ingi sagði ekkert öruggt við vernd í Grikklandi, það segðu allir sérfræðingar; þau væru útsett fyrir ofbeldi og væru á götunni, þau sem væru send aftur til Grikklands. Nú stæði til að senda um þrjú hundruð manns í þær aðstæður frá Íslandi. Íslandsmet í brottvísunum. Andrés Ingi sagði ríkisstjórnina í herferð gegn ákveðinni tegund flóttafólks.Vísir/Vilhelm Jón sagði að Ísland væri aðili að alþjóðasamþykktum í þessum efnum og væri alls ekki að skera sig úr hvað það varðaði. Margir sem hingað hafi leitað hafi neitað að undirgangast PCR-próf og því hafi ekki verið hægt að framfylgja lögum og þannig hafi safnast upp hópur fólks sem hér dvelur með ólögmætum hætti sem nú væri verið að vísa af landi brott. Andrés Ingi sagði að auðvitað hafi þau neitað að fara í PCR-próf, það væri þeirra lagalegi réttur. Hvernig geturðu réttlætt þetta fyrir sjálfum þér? Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var næstur í pontu, hann hélt sig við það sama efni og Andrés Ingi en beindi fyrirspurn sinni til Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sigmar tæpti á umræðu sem áður hafði farið fram á þingi og sagði til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra afsaka vonda stefnu í útlendingamálum með því að stefnan sé enn verri í öðrum löndum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði að vegna þess að hælisleitendur hafi stundað það að neita að gangast undir PCR-próf, og því ekki hægt að vísa þeim úr landi, hafi safnast hér upp hópur sem dvelur hér með ólögmætum hætti.Vísir/Vilhelm „Þetta metnaðarleysi er dapurlegt og það er okkur ekki sæmandi.“ Sigmar taldi skort á pólitískum vilja ástæðuna fyrir því að ekki væri farið inn á manneskjulegri brautir; gagnvart börnum og fjölskyldum á flótta. Sigmar nefndi að aðstæður í Grikklandi væru óboðlegar. Og við ættum að spyrja okkur væru einfaldlega þær hvort við myndum sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn þar sem óöryggið er algjört: Hvers vegna erum við tilbúin að senda aðra í slíkar aðstæður, hvernig varaformaður Vinstri grænna gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér? Reglur hér ekki harðari en annars staðar Guðmundi Inga var ekki skemmt við þessa spurningu þó hann samkvæmt etikettum þakkaði fyrir fyrirspurnina. Hann sagði umræðuna á þinginu í dag hafa gengið út á það að á Íslandi væri rekin ein harðasta útlendingastefna á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Hann sagði að eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við sem forsætisráðherra 2017 hafi Ísland tekið á móti fleira og fleira fólki svo muni hundruðum. „Samt þarf maður að sitja undir því að hér sé verið að gera minna heldur en aðrir – önnur lönd. Tölurnar tala sínu máli.“ Guðmundur Ingi sagði það ekki standast neina skoðun að hér væru harðari reglur en gilda til að mynda í Danmörku. Guðmundur Ingi sagðist hafa beitt sér sjálfur sem ráðherra í þessum málum, að taka á móti viðkvæmu fólki frá Afganistan og Úkraínu: „Og ég get ekki setið undir þessum orðum þingmannsins.“ Sigmar sagði í andsvari að það væri nú bara svo að Guðmundur Ingi þyrfti að sitja undir því sem sagt sé í ræðustól Alþingis. Hann sagði að ráðherrann hafi ekki svarað spurningunni. Alþingi Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. 20. maí 2022 18:26 Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata beindi fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. „Ríkisstjórnin er í herferð gegn ákveðinni tegund flóttafólks,“ sagði Andrés og vísaði í útlendingafrumvarp sem verið hefur í deiglunni að undanförnu. „Sérstaklega beint gegn þeim sem fengið hafa vernd í öðru ríki.“ Andrés Ingi sagði ekkert öruggt við vernd í Grikklandi, það segðu allir sérfræðingar; þau væru útsett fyrir ofbeldi og væru á götunni, þau sem væru send aftur til Grikklands. Nú stæði til að senda um þrjú hundruð manns í þær aðstæður frá Íslandi. Íslandsmet í brottvísunum. Andrés Ingi sagði ríkisstjórnina í herferð gegn ákveðinni tegund flóttafólks.Vísir/Vilhelm Jón sagði að Ísland væri aðili að alþjóðasamþykktum í þessum efnum og væri alls ekki að skera sig úr hvað það varðaði. Margir sem hingað hafi leitað hafi neitað að undirgangast PCR-próf og því hafi ekki verið hægt að framfylgja lögum og þannig hafi safnast upp hópur fólks sem hér dvelur með ólögmætum hætti sem nú væri verið að vísa af landi brott. Andrés Ingi sagði að auðvitað hafi þau neitað að fara í PCR-próf, það væri þeirra lagalegi réttur. Hvernig geturðu réttlætt þetta fyrir sjálfum þér? Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var næstur í pontu, hann hélt sig við það sama efni og Andrés Ingi en beindi fyrirspurn sinni til Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sigmar tæpti á umræðu sem áður hafði farið fram á þingi og sagði til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra afsaka vonda stefnu í útlendingamálum með því að stefnan sé enn verri í öðrum löndum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði að vegna þess að hælisleitendur hafi stundað það að neita að gangast undir PCR-próf, og því ekki hægt að vísa þeim úr landi, hafi safnast hér upp hópur sem dvelur hér með ólögmætum hætti.Vísir/Vilhelm „Þetta metnaðarleysi er dapurlegt og það er okkur ekki sæmandi.“ Sigmar taldi skort á pólitískum vilja ástæðuna fyrir því að ekki væri farið inn á manneskjulegri brautir; gagnvart börnum og fjölskyldum á flótta. Sigmar nefndi að aðstæður í Grikklandi væru óboðlegar. Og við ættum að spyrja okkur væru einfaldlega þær hvort við myndum sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn þar sem óöryggið er algjört: Hvers vegna erum við tilbúin að senda aðra í slíkar aðstæður, hvernig varaformaður Vinstri grænna gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér? Reglur hér ekki harðari en annars staðar Guðmundi Inga var ekki skemmt við þessa spurningu þó hann samkvæmt etikettum þakkaði fyrir fyrirspurnina. Hann sagði umræðuna á þinginu í dag hafa gengið út á það að á Íslandi væri rekin ein harðasta útlendingastefna á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Hann sagði að eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við sem forsætisráðherra 2017 hafi Ísland tekið á móti fleira og fleira fólki svo muni hundruðum. „Samt þarf maður að sitja undir því að hér sé verið að gera minna heldur en aðrir – önnur lönd. Tölurnar tala sínu máli.“ Guðmundur Ingi sagði það ekki standast neina skoðun að hér væru harðari reglur en gilda til að mynda í Danmörku. Guðmundur Ingi sagðist hafa beitt sér sjálfur sem ráðherra í þessum málum, að taka á móti viðkvæmu fólki frá Afganistan og Úkraínu: „Og ég get ekki setið undir þessum orðum þingmannsins.“ Sigmar sagði í andsvari að það væri nú bara svo að Guðmundur Ingi þyrfti að sitja undir því sem sagt sé í ræðustól Alþingis. Hann sagði að ráðherrann hafi ekki svarað spurningunni.
Alþingi Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. 20. maí 2022 18:26 Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. 20. maí 2022 18:26
Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. 22. maí 2022 23:15