Mest skorað á Kópavogsvelli og í Víkinni | Minnst í Vesturbænum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 23:31 Breiðablik hefur heldur betur gefið áhorfendum á Kópavogsvelli nóg fyrir peninginn í sumar. Vísir/Vilhelm Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og unnið alla sjö heimaleiki sína. Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki farið jafn vel af stað en heimavöllur liðsins hefur hins vegar boðið upp á mikla skemmtun, þó ekki endilega fyrir Víkinga. Stuðningsfólk Breiðabliks hefur getað mætt á fjóra heimaleiki í Bestu deild karla og hafa þeir allir unnist. Þá hefur liðið skorað 14 mörk á Kópavogsvelli en fengið á sig sjö. Það þýðir að meðaltali hafa fimm mörk verið skoruð í hverjum leik. Breiðablik hóf tímabilið á 4-1 sigri á Keflavík, í næsta heimaleik vannst 3-0 sigur á FH. Eftir það vannst dramatískur 3-2 sigur á Stjörnunni og nú síðast vannst magnaður 4-3 sigur á Fram. Það hefur því sannarlega verið boðið til veislu á Kópavogsvelli, sérstaklega fyrir þau sem styðja Breiðablik. Blikar fagna einum af fjórum sigrum sínum á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa farið brösuglega af stað í Bestu deildinni og kristallast það hvað helst í töpum liðsins á heimavelli. Eftir að vinna FH 2-1 og Keflavík 4-1 máttu Víkingar þola 4-5 tap gegn Stjörnunni. Liðið svaraði með 4-1 sigri á Fram áður en topplið Breiðabliks mætti í heimsókn og vann þægilegan 3-0 útisigur. Úr leik Víkings og Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa spilað heimaleik meira en Breiðablik og því hefur Víkingsvöllur séð flest mörkin til þessa í sumar. En að meðaltali eru skoruð fimm mörk í leik í Víkinni líkt og á Kópavogsvelli. Á hinum enda markatöflunnar eru Meistaravellir í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðeins hafa verið skoruð fjögur mörk í fjórum leikjum þar í sumar eða að meðaltali eitt í leik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Stuðningsfólk Breiðabliks hefur getað mætt á fjóra heimaleiki í Bestu deild karla og hafa þeir allir unnist. Þá hefur liðið skorað 14 mörk á Kópavogsvelli en fengið á sig sjö. Það þýðir að meðaltali hafa fimm mörk verið skoruð í hverjum leik. Breiðablik hóf tímabilið á 4-1 sigri á Keflavík, í næsta heimaleik vannst 3-0 sigur á FH. Eftir það vannst dramatískur 3-2 sigur á Stjörnunni og nú síðast vannst magnaður 4-3 sigur á Fram. Það hefur því sannarlega verið boðið til veislu á Kópavogsvelli, sérstaklega fyrir þau sem styðja Breiðablik. Blikar fagna einum af fjórum sigrum sínum á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa farið brösuglega af stað í Bestu deildinni og kristallast það hvað helst í töpum liðsins á heimavelli. Eftir að vinna FH 2-1 og Keflavík 4-1 máttu Víkingar þola 4-5 tap gegn Stjörnunni. Liðið svaraði með 4-1 sigri á Fram áður en topplið Breiðabliks mætti í heimsókn og vann þægilegan 3-0 útisigur. Úr leik Víkings og Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Víkingar hafa spilað heimaleik meira en Breiðablik og því hefur Víkingsvöllur séð flest mörkin til þessa í sumar. En að meðaltali eru skoruð fimm mörk í leik í Víkinni líkt og á Kópavogsvelli. Á hinum enda markatöflunnar eru Meistaravellir í Vesturbæ Reykjavíkur. Aðeins hafa verið skoruð fjögur mörk í fjórum leikjum þar í sumar eða að meðaltali eitt í leik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira