Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 17:04 Matthías Ásgeirsson, til vinstri, er formaður Vantrúar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, til hægri, er félags- og vinnumálaráðherra. samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja. Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira