Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2022 22:30 Ragnar Ágúst Isaksen er tækjamaður hjá Finni ehf. á Akureyri. Arnar Halldórsson Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Hún var kölluð sagan endalausa, deilan um Teigsskóg, og það voru eflaust margir sem héldu að þeir myndu aldrei sjá þann dag að vinnuvélar hæfu vegagerðina. Það var í gærmorgun sem gröfumaður Borgarverks hóf að grafa fyrir vegstæðinu. Það var þó annar maður sem var byrjaður fyrr í verkinu. Það er sá sem hefur verið að kurla niður skóginn, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Ragnar var mættur með kurlarann í skóginn áður en birkiskógurinn tók að laufgast.Ragnar Ágúst Isaksen Hann var mættur á undan öllum öðrum á vinnuvél með trjákurlara framaná, heitir Ragnar Isaksen, er 24 ára gamall sonur Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknar. Hann starfar hjá akureyska verktakanum Finni ehf., sem tók að sér verkið fyrir Vegagerðina. „Ég er að kurla niður allt vegstæðið hérna og gera klárt fyrir Borgarverk.“ -Og hvað er langt síðan þú byrjaðir? „Það er svona rúmur mánuður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að þú ert í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg? „Já, það má alveg segja það.“ -Og ekkert samviskubit yfir því? „Nei, alls ekki,“ svarar Ragnar Ágúst. Hér sést vel hvernig búið er að kurla niður skóginn í vegstæðinu. Grafa Borgarverks byrjaði á því í gær að leggja vinnuslóða.Arnar Halldórsson Drónamyndirnir sýna hvernig Ragnar er langt kominn með að hreinsa burt allan trjágróður úr vegstæðinu en hann býst við að klára verkið um miðjan júní. Hinn eiginlegi Teigsskógur er þar sem sumarbústaðurinn sést við ströndina á myndum Stöðvar 2. Þar fyrir ofan eru hæstu trén en megnið af skóginum er þó kjarr undir tveggja metra hæð. -Ertu búinn að fara í gegnum háan skóg? „Já, það koma alveg kaflar þar sem eru stærri tré.“ -En það er ekki bara skógur hérna. Hér er falleg náttúra og fuglalíf. „Það vantar ekki. Heilmikið af því.“ Veglínan mótast í landi Grafar í Þorskafirði. Innar má sjá hvar verið er að brúa fjörðinn.Arnar Halldórsson -Ertu búinn að sjá haförninn hérna? „Já, hann flýgur hérna yfir mér daglega.“ -Hann er ekkert hræddur við þig? „Nei, alls ekki, sko,“ svarar Ragnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44