Heppilegra að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignaverðs og skattlagningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2022 18:31 Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins arnar halldórsson Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir engin rök fyrir hækkun fasteignaskatta. Fjármálaráðherra telur núverandi fyrirkomulag innheimtu fasteignagjalda meingallað. Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“ Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattstofn fasteignaskatts þess eðlis að fasteignareigandi taki á sig alla hækkun fasteignamats óháð því hvort viðkomandi hafi meiri tekjur til þess að standa undir skattinum. „Já, ég tel að þetta sé meingallað kerfi og lýsir sér bara best með því að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20 prósent ef menn ætla ekki að hreyfa prósentuna. Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta. Hann segir hækkunina allt of mikla en fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 10,2 prósent á landinu öllu. Heimatilbúinn vandi sveitarfélaga Hækkunin sé beintengd við þróun húsnæðisverðs sem hefur rokið upp og segir Ingólfur að um heimatilbúinn vanda sveitarfélaganna sé að ræða. „Þau eru þarna að vissu leyti að hækka sína eigin skattlagningu með því að takmarka framboð á húsnæði,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði háa hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Hér séu þeir 0,9 prósent af landsframleiðslu en nær 0,3 prósentum í öðrum löndum Skandinavíu. Þá dragi þeir úr samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og getu fyrirtækja til þess að keppa við erlenda aðila. „Þarna eru sveitarfélög að taka til sín meiri hlutdeild af verðmætasköpun fyrirtækja í landinu heldur en við sjáum í nálægum löndum.“ Reglur um útreikningu óheppilegar Þá segir hann reglur um útreikninga fasteignaskatta afar óheppilegar. „Óheppilegur vegna þess að hann beintengdir skattlagninguna við húsnæðisverðsþróun en ekki við tekjur eða verðmætasköpun sem væri eðlilegra að gera með einhverjum hætti.“ Heppilegra væri að rjúfa það beina samhengi sem nú er á milli fasteignarverðs og skattlagningar. Ingólfur segir fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði í Reykjavík með hæsta móti og segir borgina trega til lækkunar álagningar á atvinnuhúsnæði. „Rétt ríflega helmingur af skatttekjum sveitarfélaga, af þessari álagningu rennur í borgarsjóð. Þannig þeir eru mjög stórir í þessari skattlagningu og eru mjög tregir til þess að lækka.“
Verðlag Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03 Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. 2. júní 2022 12:03
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti. 2. júní 2022 09:00