Samkvæmt tilkynningunni náðu sambandið og Erlingur ekki samkomulagi um nýjan samning og þess vegna mun Erlingur láta af störfum. Sambandið þakkar Erlingi kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár.
Erlingur tók við liðinu árið 2017 og undir hans stjórn tókst liðinu í fyrsta sinn að komast á Evrópumót, árið 2020. Á síðasta Evrópumóti tókst Erlingi að koma liðinu í 10. sæti sem er besti árangur liðsins í sögunni.
Erlingur sagði í viðtali við Vísi fyrr á árinu að honum hafi verið falið að koma hollenska karlalandsliðinu á hærra plan og það hafi tekist.
That was surprising! The Icelandic head coach of the Dutch national team since October 2017, Erlingur Richardsson, stops the cooperation with the Dutch Handball Federation. Since his arrival the development of the Dutch team has been amazing. His successor has not yet been found.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 4, 2022