Ævintýraleg upplifun við Gardavatn Úrval Útsýn 15. júní 2022 10:14 Kristín Helga Gunnarsdóttir mun leiða hóp Íslendinga um Gardasvæðið á Ítalíu í ágúst með Úrval Útsýn. „Það er svo ótal margt sem heillar mig við Garda. Garda er hjartastaður. Ég hef þvælst þarna um á ferðum mínum upp í fjöllin og fæ aldrei nóg af þessum griðastað við alparætur,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. Kristín mun leiða hópferð um þetta svæði í ágúst með Úrval Útsýn og segir ferðalangana eiga von á yndislegri upplifun í mögnuðu umhverfi og ítölskum lystisemdum. „Allir þessir yndisbæir á bakkanum og heimamenn með sína landlægu einlægni og ákveðna og beinskeytta fas sem einkennir norður ítali skapa einstakt andrúmsloft,“ segir Kristín. „Garda nafnið er að finna í heimildum frá áttundu öld. Orðið er úr germönsku, „warda“ og merkir að vakta eða fygjast með. Guarda merkir líka SjÁÐU! á ítölsku og það er eiginlega bara það sem maður stynur aftur og aftur á ferðalagi við vatnið. Og var ég búin að nefna matinn og vínið? Þarna vex allt fallegt og úr því verður sælkerargaldur. Garda er engu líkt! Fjöllin hrikalegu við norðurendann, tæra vatnið, bláminn og kvöldmistrið sem er óviðjafnanlegt, ljósin í rökkrinu og gömlu bæirnir allir, Sirmione, Riva di Garda, Pescheria, Bartolo, Torbole, Arco, Lazise og Garda. Allir þessir yndisbæir á bakkanum og heimamenn með sína landlægu einlægni og ákveðna og beinskeytta fas sem einkennir norður ítali skapa einstakt andrúmsloft." Siglingar, slökun og ævafornar minjar „Gardavatnið verður slökunarhreiðrið okkar í ferðinni. Við dveljum á Hótel West á vesturbakkanum í bænum Padenghe Sul Garda en vatnið mikla er steinsnar frá hótelinu. Bærinn andar sögu og sjarma hvert sem litið er en þannig eru nú þessir Garda bæir,“ segir Kristín. „Í Padenghe hafa fundist forsögulegar minjar um búsetu manna og miðaldakastalinn þar er býsna heillegur miðað við átakasöguna við vatnið. Þannig er bara Ítalía, alltaf svo heillandi samtal við fortíðina í húsum og háttalagi. Og við förum auðvitað til Sirmione og siglum þaðan út á vatnið mikla.“ „Við ætlum að njóta Verónu, þvælast þar um dásamlegu strætin og torgin.“ Rómantískur dagur í Veróna „Innan við klukkustundar akstur er til borgarinnar Veróna frá Garda. Þar förum við á slóðir Rómeó og Júlíu, skoðum Arenuna, leikvanginn fræga, en þar verða stórar óperur settar á svið undir berum himni í sumar eins og venjulega, svo sem Nabucco, Aida og Carmen. Við ætlum að njóta Verónu, þvælast þar um dásamlegu strætin og torgin, sitja á kaffihúsum, borða góðan mat og versla kannski eitthvað fallegt. Þennan dag verður líka vínsmökkun í Valpolicella og svo snúum við alltaf aftur heim til Garda því þar slær hjartað í þessari ferð.“ „Innan við klukkustundar akstur er til borgarinnar Veróna frá Garda. Þar förum við á slóðir Rómeó og Júlíu, skoðum Arenuna, leikvanginn fræga." Feneyjar setja söguna í samhengi „Frá Garda er tveggja stunda akstur til Feneyja, fljótandi borgarinnar við Adríahafið. Það er staður sem nauðsynlegt er að líta augum að minnsta kosti einu sinni á mannsævinni. Þar er eins og maður skilji söguna og samhengið betur. Ævintýralegu síkin, Markúsartorgið og sjórinn alltumlykjandi. Hjartasláttur þessarar fornu borgar er þungur og Íslendingurinn verður býsna smár í sögulegu samhengi þessa forna heimsveldis. Mistrið og fegurðin dáleiðir og einnig byggingar og bátar, gondólarnir og manneskjurnar sem þarna búa og mótast mann fram af manni í þessari undraverðu vatnaborg. Hópurinn mun einnig fara í leiðangur til Iseo vatnsins eða litla Garda eins og sumir kalla vatnið, en Iseo er bara stutt akstursleið yfir hálsana frá Garda. Þar siglum við út í eyjuna og þeir sem vilja geta gengið á Monte Isola.“ Nánar má kynna sér ferðina hér og tryggja sér pláss. Ítalía Ferðalög Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Kristín mun leiða hópferð um þetta svæði í ágúst með Úrval Útsýn og segir ferðalangana eiga von á yndislegri upplifun í mögnuðu umhverfi og ítölskum lystisemdum. „Allir þessir yndisbæir á bakkanum og heimamenn með sína landlægu einlægni og ákveðna og beinskeytta fas sem einkennir norður ítali skapa einstakt andrúmsloft,“ segir Kristín. „Garda nafnið er að finna í heimildum frá áttundu öld. Orðið er úr germönsku, „warda“ og merkir að vakta eða fygjast með. Guarda merkir líka SjÁÐU! á ítölsku og það er eiginlega bara það sem maður stynur aftur og aftur á ferðalagi við vatnið. Og var ég búin að nefna matinn og vínið? Þarna vex allt fallegt og úr því verður sælkerargaldur. Garda er engu líkt! Fjöllin hrikalegu við norðurendann, tæra vatnið, bláminn og kvöldmistrið sem er óviðjafnanlegt, ljósin í rökkrinu og gömlu bæirnir allir, Sirmione, Riva di Garda, Pescheria, Bartolo, Torbole, Arco, Lazise og Garda. Allir þessir yndisbæir á bakkanum og heimamenn með sína landlægu einlægni og ákveðna og beinskeytta fas sem einkennir norður ítali skapa einstakt andrúmsloft." Siglingar, slökun og ævafornar minjar „Gardavatnið verður slökunarhreiðrið okkar í ferðinni. Við dveljum á Hótel West á vesturbakkanum í bænum Padenghe Sul Garda en vatnið mikla er steinsnar frá hótelinu. Bærinn andar sögu og sjarma hvert sem litið er en þannig eru nú þessir Garda bæir,“ segir Kristín. „Í Padenghe hafa fundist forsögulegar minjar um búsetu manna og miðaldakastalinn þar er býsna heillegur miðað við átakasöguna við vatnið. Þannig er bara Ítalía, alltaf svo heillandi samtal við fortíðina í húsum og háttalagi. Og við förum auðvitað til Sirmione og siglum þaðan út á vatnið mikla.“ „Við ætlum að njóta Verónu, þvælast þar um dásamlegu strætin og torgin.“ Rómantískur dagur í Veróna „Innan við klukkustundar akstur er til borgarinnar Veróna frá Garda. Þar förum við á slóðir Rómeó og Júlíu, skoðum Arenuna, leikvanginn fræga, en þar verða stórar óperur settar á svið undir berum himni í sumar eins og venjulega, svo sem Nabucco, Aida og Carmen. Við ætlum að njóta Verónu, þvælast þar um dásamlegu strætin og torgin, sitja á kaffihúsum, borða góðan mat og versla kannski eitthvað fallegt. Þennan dag verður líka vínsmökkun í Valpolicella og svo snúum við alltaf aftur heim til Garda því þar slær hjartað í þessari ferð.“ „Innan við klukkustundar akstur er til borgarinnar Veróna frá Garda. Þar förum við á slóðir Rómeó og Júlíu, skoðum Arenuna, leikvanginn fræga." Feneyjar setja söguna í samhengi „Frá Garda er tveggja stunda akstur til Feneyja, fljótandi borgarinnar við Adríahafið. Það er staður sem nauðsynlegt er að líta augum að minnsta kosti einu sinni á mannsævinni. Þar er eins og maður skilji söguna og samhengið betur. Ævintýralegu síkin, Markúsartorgið og sjórinn alltumlykjandi. Hjartasláttur þessarar fornu borgar er þungur og Íslendingurinn verður býsna smár í sögulegu samhengi þessa forna heimsveldis. Mistrið og fegurðin dáleiðir og einnig byggingar og bátar, gondólarnir og manneskjurnar sem þarna búa og mótast mann fram af manni í þessari undraverðu vatnaborg. Hópurinn mun einnig fara í leiðangur til Iseo vatnsins eða litla Garda eins og sumir kalla vatnið, en Iseo er bara stutt akstursleið yfir hálsana frá Garda. Þar siglum við út í eyjuna og þeir sem vilja geta gengið á Monte Isola.“ Nánar má kynna sér ferðina hér og tryggja sér pláss.
Ítalía Ferðalög Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira