Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. júní 2022 14:30 LARISA SHPINEVA/GettyImages Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga. Spánn Kannabis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga.
Spánn Kannabis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira