Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:42 Börnin sem voru myrt í Uvalde voru á aldrinum níu til ellefu ára. Tveir kennarar á fimmtugsaldri féllu einnig í árásinni. AP/Eric Gay Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. Lögreglan í Uvalde hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við skotárásinni sem kostaði nítján börn og tvo kennara lífið 24. maí. Heil klukkustund leið frá því að lögreglumenn komu á vettvang þangað til þeir réðust inn í skólastofu og skutu byssumanninn til bana. Á meðan reyndu börnin inni í stofunni í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og biðja um hjálp. Steve McCraw, yfirmaður almannavarna Texas, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildar ríkisþings Texas, um árásina og viðbrögð lögreglu við henni í dag. Þar sagði hann viðbrögðin hafa verið hörmulegt klúður. Þremur mínútum eftir að byssumaðurinn kom inn í skólann hafi nógu margir lögreglumenn verið komnir á staðinn til þess að stöðva hann. Þess í stað biðu vopnaðir lögregluþjónarnir úti á gangi í um klukkustund. Það var á endanum sérsveit landamæravarða sem réðst inn og skaut morðingjann. McCraw sagði ennfremur að Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde-skólaumdæmisins og yfirmaður aðgerða á vettvangi, hefði kosið að setja líf lögreglumanna sinna ofar lífum barnanna í skólanum. Alríkis- og ríkisyfirvöld í Texas rannsaka nú viðbrögð lögreglunnar við skotárásinni. Voru ekki í talstöðvarsambandi Fjölmiðlar í Texas komust yfir upptökur af árásinni og birtu fréttir sem byggðust á henni og fleiri gögnum í gær. Samkvæmt upplýsingum þeirra kom byssumaðurinn inn í skólann klukkan 11:33 að staðartíma. Ellefu lögreglumenn voru komnir á staðinn innan þriggja mínútna. Lögreglumaður með skotheldan skjöld mætti þangað klukkan 11:52. Arredondo hafði áður sagt fjölmiðlum að byssumaðurinn hefði haldið uppi stanslausri skothríð á lögreglumenn sem hafi aðeins verið vopnaðir skammbyssum. Lögreglustjórinn virðist hafa gert tilraun til þess að ræða við byssumanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það var ekki fyrr en klukkan 12:50 sem lögreglumenn brutust inn í skólastofuna þar sem morðinginn hafði hreiðrað um sig. Komið hefur fram að Arredondo hafi ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínu á meðan á umsátrinu stóð. Hann hafi því staðið í þeirri trú að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi ekki litið á sig sem yfirmann á vettvangi og að hann hafi búist við því að einhver annar stýrði aðgerðunum. McCraw staðfestir á nefndarfundinum í ríkisþingi Texas í dag að Arredondo hefði ekki verið með talstöð sína á sér. Þar að auki hafi talstöðvar lögreglumanna ekki virkað inni í skólanum. Aðeins talstöðvar landamæravarðanna hafi virkað þar. Þá sagði McCraw að ekki hafi verið hægt að læsa hurðinni á skólastofunni þar sem morðinginn var innilokaður með börnunum. Það stangast á við fullyrðingar um að landamæraverðir hafi þurft að fá lykil hjá húsverði til að komast loks inn í skólastofuna. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Lögreglan í Uvalde hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við skotárásinni sem kostaði nítján börn og tvo kennara lífið 24. maí. Heil klukkustund leið frá því að lögreglumenn komu á vettvang þangað til þeir réðust inn í skólastofu og skutu byssumanninn til bana. Á meðan reyndu börnin inni í stofunni í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og biðja um hjálp. Steve McCraw, yfirmaður almannavarna Texas, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildar ríkisþings Texas, um árásina og viðbrögð lögreglu við henni í dag. Þar sagði hann viðbrögðin hafa verið hörmulegt klúður. Þremur mínútum eftir að byssumaðurinn kom inn í skólann hafi nógu margir lögreglumenn verið komnir á staðinn til þess að stöðva hann. Þess í stað biðu vopnaðir lögregluþjónarnir úti á gangi í um klukkustund. Það var á endanum sérsveit landamæravarða sem réðst inn og skaut morðingjann. McCraw sagði ennfremur að Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde-skólaumdæmisins og yfirmaður aðgerða á vettvangi, hefði kosið að setja líf lögreglumanna sinna ofar lífum barnanna í skólanum. Alríkis- og ríkisyfirvöld í Texas rannsaka nú viðbrögð lögreglunnar við skotárásinni. Voru ekki í talstöðvarsambandi Fjölmiðlar í Texas komust yfir upptökur af árásinni og birtu fréttir sem byggðust á henni og fleiri gögnum í gær. Samkvæmt upplýsingum þeirra kom byssumaðurinn inn í skólann klukkan 11:33 að staðartíma. Ellefu lögreglumenn voru komnir á staðinn innan þriggja mínútna. Lögreglumaður með skotheldan skjöld mætti þangað klukkan 11:52. Arredondo hafði áður sagt fjölmiðlum að byssumaðurinn hefði haldið uppi stanslausri skothríð á lögreglumenn sem hafi aðeins verið vopnaðir skammbyssum. Lögreglustjórinn virðist hafa gert tilraun til þess að ræða við byssumanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það var ekki fyrr en klukkan 12:50 sem lögreglumenn brutust inn í skólastofuna þar sem morðinginn hafði hreiðrað um sig. Komið hefur fram að Arredondo hafi ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínu á meðan á umsátrinu stóð. Hann hafi því staðið í þeirri trú að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi ekki litið á sig sem yfirmann á vettvangi og að hann hafi búist við því að einhver annar stýrði aðgerðunum. McCraw staðfestir á nefndarfundinum í ríkisþingi Texas í dag að Arredondo hefði ekki verið með talstöð sína á sér. Þar að auki hafi talstöðvar lögreglumanna ekki virkað inni í skólanum. Aðeins talstöðvar landamæravarðanna hafi virkað þar. Þá sagði McCraw að ekki hafi verið hægt að læsa hurðinni á skólastofunni þar sem morðinginn var innilokaður með börnunum. Það stangast á við fullyrðingar um að landamæraverðir hafi þurft að fá lykil hjá húsverði til að komast loks inn í skólastofuna.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38