Böðvar rifar seglin eftir sautján ár í stjórn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 11:09 Böðvar Guðjónsson stýrði körfuboltaskútunni hjá KR á mesta blómaskeiði félagsins. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR í sautján ár, lengst af sem formaður, hefur Böðvar Guðjónsson ákveðið að láta staðar numið. „Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni. Subway-deild karla KR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Sjá meira
„Ég er að leggja skóna á hilluna,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi í morgun. Boðað hefur verið til auka aðalfundar körfuknattleiksdeildar KR á morgun. Þar verður ný stjórn og nýr formaður deildarinnar kosinn. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Vísi að formannsframboð hefði borist. Aðspurður um tímasetninguna á auka aðalfundinum sagði Böðvar að hinn venjulegi tími hans passaði illa við dagatal körfuboltans, það er að hann færi fram á meðan tímabilið væri enn í gangi. „Undanfarin ár hef ég reynt að yngja stjórnina upp og nú tekur nýtt fólk við. Það er eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Böðvar sem hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar KR síðan 2005. Á tíma hans í stjórninni varð karlalið KR níu sinnum Íslandsmeistari, þar af sex sinnum í röð, og þrisvar sinnum bikarmeistari. Kvennalið KR varð einu sinni Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Karlalið KR varð Íslandsmeistari sex ár í röð (2014-19).vísir/daníel En hvað ætlar Böðvar að gera við allan þann tíma sem losnar þegar hann er hættur í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar? „Ég mæti áfram. Ég hlakka bara til að fá mér hamborgara fyrir leiki og fylgjast með liðinu,“ svaraði hann. Böðvar segist skila af sér ágætis búi þótt hann viðurkenni að róðurinn undanfarin misseri hafi verið þungur vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrr í þessum mánuði bárust til að mynda fréttir af því að KR hefði ekki greitt skráningargjald til KKÍ á réttum tíma, eða tíu dögum eftir að fresturinn rann út. Fyrir vikið þurfti KR að greiða tæplega hálfa milljón aukalega til KKÍ. „Þetta er ekkert auðvelt. Við fáum ekki styrki frá Reykjavíkurborg og þurfum því að safna pening sjálf,“ sagði Böðvar. Karlalið KR endaði í 8. sæti Subway-deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-0 fyrir Njarðvík í átta liða úrslitum. Kvennalið KR lenti í 3. sæti 1. deildar og tapaði fyrir ÍR, 3-2, í umspili um sæti í Subway-deildinni.
Subway-deild karla KR Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti