Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:07 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Þeir Rúnar og Þráinn eru staddir í Stafangri. Aðsend Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu. Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn. Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn.
Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira