Fótbolti

Salah, Mané og Mendy efstir á lista yfir leikmann ársins í Afríku

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Edouard Mendy, Sadio Mané og Mohamed Salah eru þrír eftir á listanum yfir leikmenn ársins í Afríku.
Edouard Mendy, Sadio Mané og Mohamed Salah eru þrír eftir á listanum yfir leikmenn ársins í Afríku. Chris Lee - Chelsea FC/Chelsea FC via Getty Images

Egyptinn Mohamed Salah og Senegalarnir Sadio Mané og Edouard Mendy eru þeir þrír leikmenn sem eftir eru á listanum yfir þá leikmenn sem tilnefndir eru sem leikmaður ársins í Afríku.

Fyrir rétt rúmri viku birti afríska knattspyrnusambandið CAF lista yfir þá tíu leikmenn sem tilnefndir voru. Þar voru meðal annarra Alsíringurinn Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, Gíneumaðurinn Naby Keita, leikmaður Liverpool og Marokkóbúinn Achraf Hakimi, leikmaður PSG.

CAF hefur nú hins vegar skorið niður á listanum og aðeins þrír leikmenn standa eftir. Það eru eins og áður segir Senegalinn Sadio Mané, leikmaður Bayern München, Senegalinn Edouard Mendy, markvörður Chelsea, og Egyptinn Mohamed Salah, leikmaður Liverpool.

Saman urðu Mané og Mendy Afríkumeistarar í knattspyrnu eftir að Senegal hafði betur gegn Salah og félögum í egypska landsliðinu í vítaspyrnukeppni í úrslitum Afríkumótsins.

Mané hefur undanfarin ár leikið með Liverpool á Englandi, en hann gekk í raðir þýska stórveldisins Bayern München í sumar. Hann hlaut nafnbótina leikmaður ársins í Afríku seinast þegar verðlaunin voru veitt árið 2019 og stefnir því á að verja titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×